Óstöðvandi Dustin Johnson fyrstur til að vinna öll heimsmótin Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 15:30 Dustin Johnson með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira