Upphitun fyrir torfæru sumarsins Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 10:03 Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent
Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent