Tromma er tromma, og þó Jónas Sen skrifar 11. mars 2017 10:30 Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur fór á kostum í Múlanum síðastliðið miðvikudagskvöld. Slagverk getur verið hvað sem er. Maður getur lamið köttinn sinn og kallað það slagverksleik. Scott McLemore, trommuleikarinn í Tríói Sunnu Gunnlaugs, gekk ekki svo langt. En hann fór samt lengra en við er að búast frá náunga sem situr við trommusett. Það var ekki bara að hann lemdi trommuskinnin, hann sló einnig á brúnirnar og hliðarnar. Og svo, til að skapa enn meiri fjölbreytni, setti hann tusku á eina trommuna, og ofan á hana litla málmskál. Hún gegndi hlutverki örsmárrar trommu. Fyrir vikið var slagverksleikurinn ótrúlega fjölbreyttur og fór vítt yfir tónsviðið. Leikurinn var líka einstaklega blæbrigðaríkur. Scott nostraði við hvert smáatriði og skapaði hverja föngulega hljóðasamsetningu á fætur annarri. Hann var eins og listakokkur að búa til dýrindis kryddblöndu, setti pínulítið af þessu og smávegis af hinu. Útkoman var seiðandi hljóðheimur; það lá við að maður hefði getað hlustað á trommuleikarann einan allt kvöldið. Hinir meðlimirnir voru þó engir aukvisar. Sunna lék auðvitað á píanóið, og það var einfaldlega dásamlegt að hlusta á hana spila. Hún hafði óvanalega ljóðrænan tón. Laglínurnar voru mjúklega mótaðar, og meira að segja snörpustu hendingarnar voru aldrei harðar. Þorgrímur Jónsson var sömuleiðis frábær á kontrabassann. Hann spilaði af óheftum glæsileik. Hraðir tónarnir voru plokkaðir af öryggi, rytminn hárnákvæmur. Samspil þremenninganna var sérlega þétt, það var enginn í samkeppni, þau spiluðu eins og ein manneskja. Fyrir bragðið var heildarhljómurinn heillandi og þægilegur áheyrnar. Tónleikarnir voru haldnir í djassklúbbnum Múlanum í Björtu loftum í Hörpu. Fyrir þá sem ekki vita eru þau staðsett uppi á fimmtu hæð. Þetta er frekar lítið rými með bar og stórkostlegu útsýni yfir höfnina. Birtan á tónleikunum kom frá nokkrum bláum ljóskösturum, stemningin var afar ljúf og róandi. Sama má segja um tónlistina. Það var ekki mikið um tilraunamennsku í henni. Eitt lag skar sig úr að þessu leyti. Sunna kynnti það sem blöndu af Leonard Cohen og Bach. Í því spilaði hún aðallega hraðar og órólegar laghendingar án hljóma, og hinir hljóðfæraleikararnir eltu hana af mikilli ákefð. Það var nánast eins og hljóðfærin væru að tala, ekki syngja. Þetta var skemmtilegt, e.t.v. hefði mátt vera meira svona á dagskránni. Í það heila samanstóð músíkin af nýjum lögum í bland við eldra efni. Hún var fallega blátt áfram. Laglínurnar voru hlýlegar og úrvinnslan var eðlileg. Mér fannst ég taka eftir töluverðu af hreinum tónbilum, ferundum og fimmundum í leik Sunnu. Það gerði áferðina tæra og hófstillta. Hér var engu troðið ofan í áheyrandann, þvert á móti var hann lokkaður inn, án áreynslu, ávallt eðlilega.Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með fallegri tónlist sem var meistaralega flutt. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Slagverk getur verið hvað sem er. Maður getur lamið köttinn sinn og kallað það slagverksleik. Scott McLemore, trommuleikarinn í Tríói Sunnu Gunnlaugs, gekk ekki svo langt. En hann fór samt lengra en við er að búast frá náunga sem situr við trommusett. Það var ekki bara að hann lemdi trommuskinnin, hann sló einnig á brúnirnar og hliðarnar. Og svo, til að skapa enn meiri fjölbreytni, setti hann tusku á eina trommuna, og ofan á hana litla málmskál. Hún gegndi hlutverki örsmárrar trommu. Fyrir vikið var slagverksleikurinn ótrúlega fjölbreyttur og fór vítt yfir tónsviðið. Leikurinn var líka einstaklega blæbrigðaríkur. Scott nostraði við hvert smáatriði og skapaði hverja föngulega hljóðasamsetningu á fætur annarri. Hann var eins og listakokkur að búa til dýrindis kryddblöndu, setti pínulítið af þessu og smávegis af hinu. Útkoman var seiðandi hljóðheimur; það lá við að maður hefði getað hlustað á trommuleikarann einan allt kvöldið. Hinir meðlimirnir voru þó engir aukvisar. Sunna lék auðvitað á píanóið, og það var einfaldlega dásamlegt að hlusta á hana spila. Hún hafði óvanalega ljóðrænan tón. Laglínurnar voru mjúklega mótaðar, og meira að segja snörpustu hendingarnar voru aldrei harðar. Þorgrímur Jónsson var sömuleiðis frábær á kontrabassann. Hann spilaði af óheftum glæsileik. Hraðir tónarnir voru plokkaðir af öryggi, rytminn hárnákvæmur. Samspil þremenninganna var sérlega þétt, það var enginn í samkeppni, þau spiluðu eins og ein manneskja. Fyrir bragðið var heildarhljómurinn heillandi og þægilegur áheyrnar. Tónleikarnir voru haldnir í djassklúbbnum Múlanum í Björtu loftum í Hörpu. Fyrir þá sem ekki vita eru þau staðsett uppi á fimmtu hæð. Þetta er frekar lítið rými með bar og stórkostlegu útsýni yfir höfnina. Birtan á tónleikunum kom frá nokkrum bláum ljóskösturum, stemningin var afar ljúf og róandi. Sama má segja um tónlistina. Það var ekki mikið um tilraunamennsku í henni. Eitt lag skar sig úr að þessu leyti. Sunna kynnti það sem blöndu af Leonard Cohen og Bach. Í því spilaði hún aðallega hraðar og órólegar laghendingar án hljóma, og hinir hljóðfæraleikararnir eltu hana af mikilli ákefð. Það var nánast eins og hljóðfærin væru að tala, ekki syngja. Þetta var skemmtilegt, e.t.v. hefði mátt vera meira svona á dagskránni. Í það heila samanstóð músíkin af nýjum lögum í bland við eldra efni. Hún var fallega blátt áfram. Laglínurnar voru hlýlegar og úrvinnslan var eðlileg. Mér fannst ég taka eftir töluverðu af hreinum tónbilum, ferundum og fimmundum í leik Sunnu. Það gerði áferðina tæra og hófstillta. Hér var engu troðið ofan í áheyrandann, þvert á móti var hann lokkaður inn, án áreynslu, ávallt eðlilega.Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með fallegri tónlist sem var meistaralega flutt.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira