Allt sem þú þarft að vita um úrslit Söngvakeppninnar í kvöld Anton Egilsson skrifar 11. mars 2017 14:18 Þessir listamenn koma fram í kvöld. Vísir Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni og keppa þá sjö lög um það að komast alla leið í Eurovision-keppnina í Kænugarði sem haldin verður í maí. Hefst keppnin á slaginu 19:45. Auk þeirra flytjenda sem keppast um að tryggja sér farseðilinn til Kænugarðs mun einnig stíga á stokk fyrrum sigurvegari Eurovision, hinn sænski Mäns Zelmerlöw, sem sigraði eftirminnilega í keppninni árið 2015 með laginu Heroes. Þá verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir keppninnar.Hvernig er sigurlagið valið ?Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu úrslitaeinvígi. Að þeim flutningi loknum hefst svo ný símakosning. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhorfendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.Dómnefnd kvöldsins.Nýtt dómnefndarfyrirkomulagÍ ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sjö fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum. Fjórir dómarar eru erlendir og þrír íslenskir. Sjá: Ný dómnefnd: Meirihluti erlendir fagmenn Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni. Er Mäns Zelmerlöw meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni. Þeir íslendingar sem eiga sæti í dómefndinni eru Snorri Helgason, tónlistarmaður, Andrea Gylfadóttir, söngkona, og Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.Bendir flest til sigurs SvöluFlest bendir til öruggs sigurs hjá Svölu Björgvinsdóttur í kvöld. Á fimmtudaginn var efnt var til skoðanakönnunar á Vísi en þar var einfaldlega spurt; Hvaða lag ætlar þú að kjósa í Söngvakeppninni ? Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var afgerandi. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 9 þúsund manns greitt atkvæði og ætlar 50 prósent þeirra að kjósa lagið Paper með Svölu Björgvinsdóttur. Lagið Is this Love? með Daða Frey er í öðru sæti með 21 prósent atkvæða. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin í Söngvakeppninni. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar en lag hennar Paper er með stuðulinn 1,35. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.350 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis. Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, auk Daða Freys líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 5,50. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,50.Lögin sem koma til greinaAllir keppendur kvöldsins munu flytja lag sitt með enskum texta. Svona er röðin á lögunum:1. Tonight (900 9901)Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Aron Hannes 2. Again (900 9902)Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir 3. Hypnotised (900 9903)Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor Flytjandi: Aron Brink 4. Bammbaramm (900 9904)Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir Flytjandi: Hildur 5. Make your way back home (900 9905)Lag og texti: Rúnar Eff Flytjandi: Rúnar Eff 6. Paper (900 9906)Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise Flytjandi: Svala 7. Is this love? (900 9907)Lag og texti: Daði Freyr Pétursson Flytjandi: Daði Freyr Pétursson Eurovision Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni og keppa þá sjö lög um það að komast alla leið í Eurovision-keppnina í Kænugarði sem haldin verður í maí. Hefst keppnin á slaginu 19:45. Auk þeirra flytjenda sem keppast um að tryggja sér farseðilinn til Kænugarðs mun einnig stíga á stokk fyrrum sigurvegari Eurovision, hinn sænski Mäns Zelmerlöw, sem sigraði eftirminnilega í keppninni árið 2015 með laginu Heroes. Þá verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir keppninnar.Hvernig er sigurlagið valið ?Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu úrslitaeinvígi. Að þeim flutningi loknum hefst svo ný símakosning. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhorfendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.Dómnefnd kvöldsins.Nýtt dómnefndarfyrirkomulagÍ ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sjö fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum. Fjórir dómarar eru erlendir og þrír íslenskir. Sjá: Ný dómnefnd: Meirihluti erlendir fagmenn Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni. Er Mäns Zelmerlöw meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni. Þeir íslendingar sem eiga sæti í dómefndinni eru Snorri Helgason, tónlistarmaður, Andrea Gylfadóttir, söngkona, og Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.Bendir flest til sigurs SvöluFlest bendir til öruggs sigurs hjá Svölu Björgvinsdóttur í kvöld. Á fimmtudaginn var efnt var til skoðanakönnunar á Vísi en þar var einfaldlega spurt; Hvaða lag ætlar þú að kjósa í Söngvakeppninni ? Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var afgerandi. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 9 þúsund manns greitt atkvæði og ætlar 50 prósent þeirra að kjósa lagið Paper með Svölu Björgvinsdóttur. Lagið Is this Love? með Daða Frey er í öðru sæti með 21 prósent atkvæða. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin í Söngvakeppninni. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar en lag hennar Paper er með stuðulinn 1,35. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.350 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis. Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, auk Daða Freys líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 5,50. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,50.Lögin sem koma til greinaAllir keppendur kvöldsins munu flytja lag sitt með enskum texta. Svona er röðin á lögunum:1. Tonight (900 9901)Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Aron Hannes 2. Again (900 9902)Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir 3. Hypnotised (900 9903)Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor Flytjandi: Aron Brink 4. Bammbaramm (900 9904)Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir Flytjandi: Hildur 5. Make your way back home (900 9905)Lag og texti: Rúnar Eff Flytjandi: Rúnar Eff 6. Paper (900 9906)Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise Flytjandi: Svala 7. Is this love? (900 9907)Lag og texti: Daði Freyr Pétursson Flytjandi: Daði Freyr Pétursson
Eurovision Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira