Daði Pálmar Ragnarsson skrifar 13. mars 2017 07:00 Við höfum eignast nýja þjóðhetju. Hún kemur ekki í formi íþróttagarps eða stjórnmálakonu heldur venjulegs hæfileikaríks drengs í grænni peysu. Hann er auðmýktin uppmáluð. Engar kröfur og engar væntingar. Hópurinn hafði ekki einu sinni fyrir því að taka með sér auka skrautsprengju (e. confetti) í höllina ef svo heppilega vildi til að þau kæmust í úrslitaeinvígið. Og skrautsprengjan var lykilatriði í annars magnaðri sviðsframkomu. „Ein kostar 270 þannig að tvær eru á 540 kr. Viljið þið eina eða tvær?“ „Æi, tökum bara eina, það er ekkert öruggt að við komumst áfram.“ Maður veltir því fyrir sér hvort skortur á skrautsprengju í seinna atriðinu hafi jafnvel verið ástæðan fyrir því að atriðið stóð ekki uppi sem sigurvegari? Það munar nú um minna þrátt fyrir að rafgítarleikarinn hafi gert sitt besta til að herma eftir skrautsprengju með höndunum. Daði sýnir strákum að þú þarft ekki að vera vöðvaður og tanaður til að vera töff. Þú þarft ekki heldur að vera grjótharður og með stæla. Og hvað þá að rappa um pillur eða vera nýklipptur og ganga um í rándýrum fötum. Hann sýnir okkur að það er töff er að vera maður sjálfur, að vera einlægur, ljúfur og krúttlegur. Það er það sem við elskum við Daða. Hann er því sannkölluð fyrirmynd. Ef ég ætti ungan dreng myndi ég því óhikað segja við hann: „Sjáðu, þetta er mesti töffarinn á íslandi í dag – vertu eins og Daði". P.S. Ég trúi ekki á óheillabölvanir (e. jinx) og sigurlag Svölu er geggjað – nú vinnum við loksins Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun
Við höfum eignast nýja þjóðhetju. Hún kemur ekki í formi íþróttagarps eða stjórnmálakonu heldur venjulegs hæfileikaríks drengs í grænni peysu. Hann er auðmýktin uppmáluð. Engar kröfur og engar væntingar. Hópurinn hafði ekki einu sinni fyrir því að taka með sér auka skrautsprengju (e. confetti) í höllina ef svo heppilega vildi til að þau kæmust í úrslitaeinvígið. Og skrautsprengjan var lykilatriði í annars magnaðri sviðsframkomu. „Ein kostar 270 þannig að tvær eru á 540 kr. Viljið þið eina eða tvær?“ „Æi, tökum bara eina, það er ekkert öruggt að við komumst áfram.“ Maður veltir því fyrir sér hvort skortur á skrautsprengju í seinna atriðinu hafi jafnvel verið ástæðan fyrir því að atriðið stóð ekki uppi sem sigurvegari? Það munar nú um minna þrátt fyrir að rafgítarleikarinn hafi gert sitt besta til að herma eftir skrautsprengju með höndunum. Daði sýnir strákum að þú þarft ekki að vera vöðvaður og tanaður til að vera töff. Þú þarft ekki heldur að vera grjótharður og með stæla. Og hvað þá að rappa um pillur eða vera nýklipptur og ganga um í rándýrum fötum. Hann sýnir okkur að það er töff er að vera maður sjálfur, að vera einlægur, ljúfur og krúttlegur. Það er það sem við elskum við Daða. Hann er því sannkölluð fyrirmynd. Ef ég ætti ungan dreng myndi ég því óhikað segja við hann: „Sjáðu, þetta er mesti töffarinn á íslandi í dag – vertu eins og Daði". P.S. Ég trúi ekki á óheillabölvanir (e. jinx) og sigurlag Svölu er geggjað – nú vinnum við loksins Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun