Fyrsti rafmagnsbíll Volvo verður ódýr Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 10:49 Verður þetta algeng sjón á næsta áratug? Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent
Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent