Subaru ekur bobsleðabraut 17. mars 2017 16:26 Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent
Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent