Lítill nýr jepplingur frá Nissan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 16:27 Nissan Kicks er smár jepplingur ætlaður fyrir báðar heimsálfur Ameríku. Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent
Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent