Verður þetta dýrasti Fiatinn? Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 16:11 Dýrasti Fiat bíll sem seldur hefur verið fór á 127 milljónir króna á uppboði árið 2015 og var 1953 árgerð 8V Cabriolet hönnuðum af Vignale. Þessi bíll, sem er af sömu árgerð og af gerðinni 8V Supersonice hönnuðum af Ghia fer brátt á uppboð hjá RM Southeby í Bandaríkjunum og er búist við að 1,9 milljónir dollara fáist fyrir hann, eða 205 milljónir króna. Það myndi gera hann að langdýrasta Fiat bíl sem selst hefur. Hann er líka í fullkomnu ásigkomulagi. Fiat framleiddi aðeins 15 eintök af þessum bíl og þessi bíll var sá tíundi í röðinni. Hér fer því sannarlega söfnunareintak og það af fegurri gerðinni. Þessi sami bíll stóð á pöllunum hjá Fiat á bílasýningunni í Genf árið 1954. Þessi bíll var síðan fluttur til Bandaríkjanna af formanni stjórnar Chrysler, K.T. Keller, en ekki kemur fram hvenær. Bíllinn var fyrir það í eigu Paul Lazaros sem færði hann í þá í fullkomið ástand og árið 2007 fékk hann aftur mikla yfirhalningu og var vél og skipting bílsins endurbyggð, sem og fjöðrun og innrétting. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent
Dýrasti Fiat bíll sem seldur hefur verið fór á 127 milljónir króna á uppboði árið 2015 og var 1953 árgerð 8V Cabriolet hönnuðum af Vignale. Þessi bíll, sem er af sömu árgerð og af gerðinni 8V Supersonice hönnuðum af Ghia fer brátt á uppboð hjá RM Southeby í Bandaríkjunum og er búist við að 1,9 milljónir dollara fáist fyrir hann, eða 205 milljónir króna. Það myndi gera hann að langdýrasta Fiat bíl sem selst hefur. Hann er líka í fullkomnu ásigkomulagi. Fiat framleiddi aðeins 15 eintök af þessum bíl og þessi bíll var sá tíundi í röðinni. Hér fer því sannarlega söfnunareintak og það af fegurri gerðinni. Þessi sami bíll stóð á pöllunum hjá Fiat á bílasýningunni í Genf árið 1954. Þessi bíll var síðan fluttur til Bandaríkjanna af formanni stjórnar Chrysler, K.T. Keller, en ekki kemur fram hvenær. Bíllinn var fyrir það í eigu Paul Lazaros sem færði hann í þá í fullkomið ástand og árið 2007 fékk hann aftur mikla yfirhalningu og var vél og skipting bílsins endurbyggð, sem og fjöðrun og innrétting.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent