Nýr forsetabíll Trump næstum tilbúinn Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 10:45 "The Beast" 2.0 er á lokastigi og fær brátt að þjóna Trump. Forsetabíll Obama var nefndur “The Beast” og því er kannski við hæfi að hér sé á ferðinni “The Beast 2.0”. Nýr forsetabíll Trump er svo til tilbúinn og smíðaður af General Motors og er lengdur Chevrolet Suburban. Þessi bíll í grunngerðinni er stærsti jeppinn sem fæst í Bandaríkjunum, en það er ekki nóg og því er hann lengdur. Hann er auk þess gríðarlega vel brynvarinn og á að þola skot úr sterkustu rifflum og handsprengjur. Þó að á myndinni af bílnum mætti telja að þar fari fólksbíll þá er það ekki svo, þetta er sannarlega jeppi og hátt er undir hann. Mikil leynd hvílir yfir smíði hans, enda alls ekki ráðlegt að láta uppi hvernig hann er búinn. Auk alls brynvarnarbúnaðarins þá er bíllinn hátæknivæddur og á einnig að þola efnavopnaárásir. Einnig er sagt að í bílnum séu tveir pottar af blóði í blóðflokki Trump. Þegar Trump mun ferðast í þessum bíl verður annar nákvæmlega eins í för svo ekki sé vitað í hvorum bílnum forsetinn er og aðrir bílar í bílalestinni er Trump ferðast á "The Beast" eru einnig brynvarðir. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent
Forsetabíll Obama var nefndur “The Beast” og því er kannski við hæfi að hér sé á ferðinni “The Beast 2.0”. Nýr forsetabíll Trump er svo til tilbúinn og smíðaður af General Motors og er lengdur Chevrolet Suburban. Þessi bíll í grunngerðinni er stærsti jeppinn sem fæst í Bandaríkjunum, en það er ekki nóg og því er hann lengdur. Hann er auk þess gríðarlega vel brynvarinn og á að þola skot úr sterkustu rifflum og handsprengjur. Þó að á myndinni af bílnum mætti telja að þar fari fólksbíll þá er það ekki svo, þetta er sannarlega jeppi og hátt er undir hann. Mikil leynd hvílir yfir smíði hans, enda alls ekki ráðlegt að láta uppi hvernig hann er búinn. Auk alls brynvarnarbúnaðarins þá er bíllinn hátæknivæddur og á einnig að þola efnavopnaárásir. Einnig er sagt að í bílnum séu tveir pottar af blóði í blóðflokki Trump. Þegar Trump mun ferðast í þessum bíl verður annar nákvæmlega eins í för svo ekki sé vitað í hvorum bílnum forsetinn er og aðrir bílar í bílalestinni er Trump ferðast á "The Beast" eru einnig brynvarðir.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent