Nýr leigutaki að Skjálfandafljóti Karl Lúðvíksson skrifar 20. febrúar 2017 09:00 Stefán Sigurðsspn fer fyrir Iceland Outfitters sem voru að taka Skjálfandafljót á leigu. Skjálfandafljót er eitt af betri geymdum leyndarmálum laxveiðanna á Íslandi en í gegnum tíðina hefur hópur góðra manna á norðurlandi leigt ánna til eigin nota og lítið sem ekkert af veiðileyfum farið í almenna sölu, enda frábær laxveiði sem fáir hafa viljað gefa frá sér. Skjálfandafljót er Jökulá og minnir liturinn á vatninu og umgjörðin mikið Blöndu. Töluvert hátt hlutfall aflans er stórlax rétt eins og í Blöndu og stór og gróf náttura gerir þessa perlu alveg einstaka. Það eru aðeins 6 stangir sem veiða Skjálfandafljót en veiðisvæðið er stórt og mikið og með meðalveiði uppá 600 laxa. Nú á dögunum undirituðu hjónakornin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir kennd við Iceland Outfitters leigusamning til 3 ára. Leigusamningurinn er fremur óhefðbundinn því tveir aðilar skipta með sér leiguréttinum. Iceland Outfitters mun selja leyfi á opnum markaði en einkaaðilar munu nota sinn hluta sjálfir. "Okkur finnst frábært tækifæri að komast inn í Skjálfandafljót en þar veiddi ég mínu fyrstu og bestu laxa. Þetta verður gaman." segir Stefán. Áhugasömum veiðimönnum er bent að að hafa samband við Stefán, stefan@icelandoutfitters.com eða kíkja á vefsöluna www.ioveidileyfi.is Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði
Skjálfandafljót er eitt af betri geymdum leyndarmálum laxveiðanna á Íslandi en í gegnum tíðina hefur hópur góðra manna á norðurlandi leigt ánna til eigin nota og lítið sem ekkert af veiðileyfum farið í almenna sölu, enda frábær laxveiði sem fáir hafa viljað gefa frá sér. Skjálfandafljót er Jökulá og minnir liturinn á vatninu og umgjörðin mikið Blöndu. Töluvert hátt hlutfall aflans er stórlax rétt eins og í Blöndu og stór og gróf náttura gerir þessa perlu alveg einstaka. Það eru aðeins 6 stangir sem veiða Skjálfandafljót en veiðisvæðið er stórt og mikið og með meðalveiði uppá 600 laxa. Nú á dögunum undirituðu hjónakornin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir kennd við Iceland Outfitters leigusamning til 3 ára. Leigusamningurinn er fremur óhefðbundinn því tveir aðilar skipta með sér leiguréttinum. Iceland Outfitters mun selja leyfi á opnum markaði en einkaaðilar munu nota sinn hluta sjálfir. "Okkur finnst frábært tækifæri að komast inn í Skjálfandafljót en þar veiddi ég mínu fyrstu og bestu laxa. Þetta verður gaman." segir Stefán. Áhugasömum veiðimönnum er bent að að hafa samband við Stefán, stefan@icelandoutfitters.com eða kíkja á vefsöluna www.ioveidileyfi.is
Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði