Ætla að dansa fyrir lífið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 13:15 Friðrik Agni og aðrir danskennarar í World Class í Laugum í góðum gír. Vísir/Anton Brink „Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
„Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira