Strákarnir fengu engin Laureus-verðlaun: Töpuðu fyrir Nico Rosberg og Barca-börnum 14. febrúar 2017 20:02 Engin verðlaun þetta árið. vísir/epa Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST
Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira