Skipuleggjendur tískuvikunnar í New York ósáttir með Kanye West Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 12:30 Kanye West. Mynd/Skjáskot Líkt og áður hefur komið fram mun Kanye West sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York núna í byrjun febrúar. Nú er hins vegar komið í ljós að hann og Adidas spurðu hvorki kóng né prest þegar þau ákváðu tímasetninguna fyrir sýninguna. Enn og aftur skarast hún á við annan hönnuð, að þessu sinni Marchesa. Samkvæmt tilkynningu CFDA sem er tískuráð Bandaríkjana og skipuleggur tískuvikuna er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kanye gerir þetta. Þar kemur einnig fram að þau muni því ekki skrá Yeezy-sýninguna á formlega dagskrá tískuvikunnar. Í gegnum tíðina hafa hönnuðir sem Yeezy sýningin stangast við átt í stökustu vandræðum með að færa til tímasetningarnar á sýningum sínum. Í haust voru það alls fjórar sýningar sem fundu fyrir þessu, eða sýningar Whit, Michelle Helene, R13 og sýning meistaranema Parsons skólans. Mest lesið Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Glamour skálar fyrir sólinni Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour Litríkar yfirhafnir í sænska frostinu Glamour Adidas Originals x Alexander Wang: Draumur hjólreiðamannsins Glamour
Líkt og áður hefur komið fram mun Kanye West sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York núna í byrjun febrúar. Nú er hins vegar komið í ljós að hann og Adidas spurðu hvorki kóng né prest þegar þau ákváðu tímasetninguna fyrir sýninguna. Enn og aftur skarast hún á við annan hönnuð, að þessu sinni Marchesa. Samkvæmt tilkynningu CFDA sem er tískuráð Bandaríkjana og skipuleggur tískuvikuna er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kanye gerir þetta. Þar kemur einnig fram að þau muni því ekki skrá Yeezy-sýninguna á formlega dagskrá tískuvikunnar. Í gegnum tíðina hafa hönnuðir sem Yeezy sýningin stangast við átt í stökustu vandræðum með að færa til tímasetningarnar á sýningum sínum. Í haust voru það alls fjórar sýningar sem fundu fyrir þessu, eða sýningar Whit, Michelle Helene, R13 og sýning meistaranema Parsons skólans.
Mest lesið Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Glamour Glamour skálar fyrir sólinni Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Halda upp á fertugsafmæli á Bahamas Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour Litríkar yfirhafnir í sænska frostinu Glamour Adidas Originals x Alexander Wang: Draumur hjólreiðamannsins Glamour