Víðfeðmi kærleikans Hildur Björnsdóttir skrifar 27. janúar 2017 07:00 Ég bjó á sömu slóðum. Gekk sömu leið að næturlagi. Fjölmörgum sinnum. Flestar helgar. Einsömul og grunlaus. Ég hefði getað verið hún. Við eigum mörg einhverja samsvörun. Einhverja hliðstæðu. Örlögin urðu ekki okkar. En ferðalokin snerta sérhvern streng. Atburðir liðinna daga fylltu þjóðina harmi. Ónáttúra og óréttlæti fengu ofsafengin viðbrögð. Réttláta reiði. Við slíkar aðstæður skal varast ályktanir. Atburðirnir voru útlagatilvik. Gerendurnir útlagahópur. Vinkona mín læsir aldrei bílnum. Hún kýs að treysta fólki. Treysta hinu góða. Einhverjum þykir það einfeldningslegt. Auðvitað er gott að gæta sín. Gæta hvert annars. En gleymum ekki. Flest fólk er gott fólk. Virðing fyrir starfsemi björgunarsveita öðlast sífellt styrkari sess. Þeirra óeigingjarna starf. Fórnfýsi og þrekvirki. Félagar sem tilheyra björgunarsveitum líta málið öðrum augum. Segjast vissulega eyða tíma og fjármagni. En að skiptum fá sérhæfða þjálfun. Eru þátttakendur í gefandi björgunarstarfi. Viðhorf þeirra dýpka enn frekar virðingu mína. Hundruð sérhæfðra sjálfboðaliða leituðu horfinnar systur. Mér þótti herlaus þjóð skyndilega eiga hersveitir. Voldugir vitar eru vegvísar sjófarenda. Tilvist þeirra magnþrungin. Tilsýndin fögur. Það var yfirnáttúru líkast. Þegar heimför stúlku var rofin – þegar mannleg illska náði hámarki – þegar veglaus villtist á sjó – vísuðu almáttugir vitaverðir veginn heim. Lýstu leiðina að landi. Vonir okkar væntu farsælla ferðaloka. Leiðarlokin óhugsandi harmleikur. En í sömu andrá. Nánast sama augnablik. Þegar mennskan sýndi sitt versta andlit – sýndi hún einnig sitt fegursta. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Ég bjó á sömu slóðum. Gekk sömu leið að næturlagi. Fjölmörgum sinnum. Flestar helgar. Einsömul og grunlaus. Ég hefði getað verið hún. Við eigum mörg einhverja samsvörun. Einhverja hliðstæðu. Örlögin urðu ekki okkar. En ferðalokin snerta sérhvern streng. Atburðir liðinna daga fylltu þjóðina harmi. Ónáttúra og óréttlæti fengu ofsafengin viðbrögð. Réttláta reiði. Við slíkar aðstæður skal varast ályktanir. Atburðirnir voru útlagatilvik. Gerendurnir útlagahópur. Vinkona mín læsir aldrei bílnum. Hún kýs að treysta fólki. Treysta hinu góða. Einhverjum þykir það einfeldningslegt. Auðvitað er gott að gæta sín. Gæta hvert annars. En gleymum ekki. Flest fólk er gott fólk. Virðing fyrir starfsemi björgunarsveita öðlast sífellt styrkari sess. Þeirra óeigingjarna starf. Fórnfýsi og þrekvirki. Félagar sem tilheyra björgunarsveitum líta málið öðrum augum. Segjast vissulega eyða tíma og fjármagni. En að skiptum fá sérhæfða þjálfun. Eru þátttakendur í gefandi björgunarstarfi. Viðhorf þeirra dýpka enn frekar virðingu mína. Hundruð sérhæfðra sjálfboðaliða leituðu horfinnar systur. Mér þótti herlaus þjóð skyndilega eiga hersveitir. Voldugir vitar eru vegvísar sjófarenda. Tilvist þeirra magnþrungin. Tilsýndin fögur. Það var yfirnáttúru líkast. Þegar heimför stúlku var rofin – þegar mannleg illska náði hámarki – þegar veglaus villtist á sjó – vísuðu almáttugir vitaverðir veginn heim. Lýstu leiðina að landi. Vonir okkar væntu farsælla ferðaloka. Leiðarlokin óhugsandi harmleikur. En í sömu andrá. Nánast sama augnablik. Þegar mennskan sýndi sitt versta andlit – sýndi hún einnig sitt fegursta. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun