Kia næst stærsta bílamerkið á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 10:51 Kia Sportage er vinsæll jepplingur og selst vel hérlendis sem annarsstaðar. Kia náði metsölu á Íslandi á árinu 2016. Alls seldust 1.722 nýir Kia bílar á árinu og hafa aldrei áður selst jafn margir nýir Kia bílar á einu ári hér á landi. Kia er í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bílamerkin hér á landi á árinu 2016. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia nær öðru sætinu yfir heilt ár en áður hefur Kia hæst náð þriðja sætinu. Markaðshlutdeild Kia var 9,3% á árinu 2016. Þetta er hæsta markaðshlutdeild hjá Kia í allri Evrópu. Salan á Kia bílum jókst um 28% á milli áranna 2015 og 2016 hér á landi. Ef borið er saman við árið 2011 er söluaukningin 380%. Nýir og spennandi bíla á leiðinni,,Þetta er besta ár Kia frá upphafi á Íslandi og það er frábær árangur að ná öðru sætinu yfir mest seldu merkin á árinu 2016. Það er líka mjög ánægjulegt að við erum með hæstu markaðshutdeild hjá Kia í Evrópu. Kia hefur verið að bæta verulega við sig í sölu á Evrópumarkaði. Það er margt spennandi framundan hjá Kia á nýju ári. Má þar nefna nýjan Rio, Picanto og Optima Wagon auk þess sem Rio jepplingur verður kynntur og einnig Kia GT. Kia er mjög framarlega varðandi rafvæðingu bílaflotans. Nú þegar fæst Kia Soul sem 100% rafbíll og er með eina mestu drægnina í sínum flokki rafbíla á markaðnum. Auk þess er væntanleg ný útgáfa af rafbíl sem við kynnum í haust og tvær mismunandi gerðir af Plug-in-Hybrid, raftengitvinnbílum sem eru afar vinsælir í dag",” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent
Kia náði metsölu á Íslandi á árinu 2016. Alls seldust 1.722 nýir Kia bílar á árinu og hafa aldrei áður selst jafn margir nýir Kia bílar á einu ári hér á landi. Kia er í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bílamerkin hér á landi á árinu 2016. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia nær öðru sætinu yfir heilt ár en áður hefur Kia hæst náð þriðja sætinu. Markaðshlutdeild Kia var 9,3% á árinu 2016. Þetta er hæsta markaðshlutdeild hjá Kia í allri Evrópu. Salan á Kia bílum jókst um 28% á milli áranna 2015 og 2016 hér á landi. Ef borið er saman við árið 2011 er söluaukningin 380%. Nýir og spennandi bíla á leiðinni,,Þetta er besta ár Kia frá upphafi á Íslandi og það er frábær árangur að ná öðru sætinu yfir mest seldu merkin á árinu 2016. Það er líka mjög ánægjulegt að við erum með hæstu markaðshutdeild hjá Kia í Evrópu. Kia hefur verið að bæta verulega við sig í sölu á Evrópumarkaði. Það er margt spennandi framundan hjá Kia á nýju ári. Má þar nefna nýjan Rio, Picanto og Optima Wagon auk þess sem Rio jepplingur verður kynntur og einnig Kia GT. Kia er mjög framarlega varðandi rafvæðingu bílaflotans. Nú þegar fæst Kia Soul sem 100% rafbíll og er með eina mestu drægnina í sínum flokki rafbíla á markaðnum. Auk þess er væntanleg ný útgáfa af rafbíl sem við kynnum í haust og tvær mismunandi gerðir af Plug-in-Hybrid, raftengitvinnbílum sem eru afar vinsælir í dag",” segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent