Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Arnar Björnsson skrifar 18. janúar 2017 20:00 Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15
Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00
Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00