Olga lét flúra yfir örið eftir brjóstnám Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2017 10:30 Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld. Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð Húðflúr Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð
Húðflúr Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira