Laxness í nútímaútgáfu Óttar Guðmundsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Halldór Laxness var alla tíð vandvirkur málvöndunarmaður sem hafði íslenskuna í hávegum. Gerpla er eins og ljúffengur konfektkassi tungumálsins þar sem innihald molanna kemur sífellt á óvart. Á seinni árum hefur málskilningur fólks versnað til muna. Áhrif enskunnar aukast stöðugt og margir skilja ekki lengur þann texta sem Laxness skrifar. Borgarleikhúsið frumsýndi á dögunum leikgerð Sölku Völku. Forsvarsmenn leikhússins ákváðu að taka tillit til undanhalds íslenskunnar og skrifuðu verkið upp á nýtt á skiljanlegra tungumáli. Texti Halldórs var einfaldaður með það fyrir augum að áheyrendur skildu það sem fram færi og leikurunum væri ekki íþyngt með erfiðum orðum sem þeir botnuðu ekkert í. Með reglulegu millibili var skotið inn mislöngum atriðum sem voru nýsköpun leikhússins. Þessir kaflar voru enskuskotnir með íslensku ívafi. Óseyri við Axlarfjörð var nú orðin að nútíma fjölmenningarsetri. Amerísk sveita- og bíótónlist hljómaði, enskumælandi úlpuklæddir túristar þvældust um í reiðileysi, stúlka söng Nallann á frönsku. Þær Salka Valka og Sigurlína móðir hennar háðu langdregna keppni í teygjutvisti. Nokkrir karlar dönsuðu í kringum aðalsöguhetjuna og rauluðu: „Í grænni lautu, þar geymi ég hringinn.“ Leikararnir spjölluðu saman um verkið og dáðust að eigin túlkun og skilningi á persónum sögunnar. Einu sinni voru leikhúsin kölluð musteri íslenskrar tungu og menningar. Með uppfærslu Borgarleikhússins á Sölku Völku hefur musterinu verið breytt í skyndibitastað þar sem tungumál og skáldverk eru borin fram með frönskum og bleikri sósu af velviljuðu fólki í banastuði. Alþýðustúlkunni Sölku Völku var í leiðinni breytt í mannauðsstjóra í buxnadragt. Maður verður að hugga sig við það að Halldór Laxness hefði hvorki þekkt né skilið eigið hugverk í þessari útgáfu Borgarleikhússins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Halldór Laxness var alla tíð vandvirkur málvöndunarmaður sem hafði íslenskuna í hávegum. Gerpla er eins og ljúffengur konfektkassi tungumálsins þar sem innihald molanna kemur sífellt á óvart. Á seinni árum hefur málskilningur fólks versnað til muna. Áhrif enskunnar aukast stöðugt og margir skilja ekki lengur þann texta sem Laxness skrifar. Borgarleikhúsið frumsýndi á dögunum leikgerð Sölku Völku. Forsvarsmenn leikhússins ákváðu að taka tillit til undanhalds íslenskunnar og skrifuðu verkið upp á nýtt á skiljanlegra tungumáli. Texti Halldórs var einfaldaður með það fyrir augum að áheyrendur skildu það sem fram færi og leikurunum væri ekki íþyngt með erfiðum orðum sem þeir botnuðu ekkert í. Með reglulegu millibili var skotið inn mislöngum atriðum sem voru nýsköpun leikhússins. Þessir kaflar voru enskuskotnir með íslensku ívafi. Óseyri við Axlarfjörð var nú orðin að nútíma fjölmenningarsetri. Amerísk sveita- og bíótónlist hljómaði, enskumælandi úlpuklæddir túristar þvældust um í reiðileysi, stúlka söng Nallann á frönsku. Þær Salka Valka og Sigurlína móðir hennar háðu langdregna keppni í teygjutvisti. Nokkrir karlar dönsuðu í kringum aðalsöguhetjuna og rauluðu: „Í grænni lautu, þar geymi ég hringinn.“ Leikararnir spjölluðu saman um verkið og dáðust að eigin túlkun og skilningi á persónum sögunnar. Einu sinni voru leikhúsin kölluð musteri íslenskrar tungu og menningar. Með uppfærslu Borgarleikhússins á Sölku Völku hefur musterinu verið breytt í skyndibitastað þar sem tungumál og skáldverk eru borin fram með frönskum og bleikri sósu af velviljuðu fólki í banastuði. Alþýðustúlkunni Sölku Völku var í leiðinni breytt í mannauðsstjóra í buxnadragt. Maður verður að hugga sig við það að Halldór Laxness hefði hvorki þekkt né skilið eigið hugverk í þessari útgáfu Borgarleikhússins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun