Skipulagðir glæpahópar ala upp leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2017 09:00 Grínistinn Simon Brodkin mættir með peningabúnt á FIFA-fund. Vísir/Getty Arnar Már Björgvinsson, knattspyrnumaður og laganemi, gerði lokaverkefni sitt um það að lög og reglur íslenskra íþróttasambanda taka ekki á hagræðingu á úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Til eru fjölmargir aðilar sem ógna heilindum íþrótta með því að reyna að hagræða úrslitum leikja í hagnaðarskyni. Meðal þeirra eru skipulagðir glæpahópar, sem Arnar segir að teygi anga sína víða um heim. „Samkvæmt minni rannsókn eru margir glæpahópar, sérstaklega í Austur-Evrópu, sem ná til leikmanna á meðan þeir eru ungir. Þeir sjá um þá, veita þeim uppihald og fæði og svo planta þeir leikmönnum hér og þar í Evrópu,“ segir Arnar. „Svo stjórna þeir hvað gerist.“ Mál sem kom upp í 2. deild karla rataði í fréttir í sumar. Félag í deildinni rak leikmann sem var grunaður um að hafa reynt að hagræða úrslitum í leik með óeðlilegri spilamennsku. „Þessi leikmaður spilaði með fleiri liðum hér á landi og ég ræddi við fyrrum samherja hans. Þeir höfðu allir sömu sögu að segja – frábær leikmaður sem gerði stundum stórfurðulega hluti inni á vellinum,“ segir Arnar. Umræddur leikmaður hefur ekki spilað hér á landi síðan þá en á að baki feril hér á landi sem spannar á annað hundrað leiki með sjö félögum yfir sjö ára tímabil. Ekkert var gert í máli hans eftir að hann var rekinn frá félaginu í sumar og mál hans rataði ekki á borð KSÍ. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Verið að stofna samtök neðri deildar liða Drög voru lögð að samþykktum á fyrsta fundi í gær en samtökin verða líklega stofnuð í næstu viku. 6. janúar 2017 11:30 Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á úrslit eigin leikja Niðurstöður víðtækrar rannsóknar á þátttöku leikmanna íslenskra félagsliða verða kynntar á ráðstefnu á morgun. 2. janúar 2017 13:24 Íþróttir á Íslandi varnarlausar gegn hagræðingu úrslita Lög og reglur íslenskra íþróttasambanda taka ekki á hagræðingu á úrslitum íþróttaviðburða hér á landi nema að afar litlu leyti. Arnar Már Björgvinsson, knattspyrnumaður og laganemi, gerði lokaverkefni sitt um þennan málaflokk og komst að því að Ísland er langt á eftir nágrannalöndunum hvað þetta varðar. 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Arnar Már Björgvinsson, knattspyrnumaður og laganemi, gerði lokaverkefni sitt um það að lög og reglur íslenskra íþróttasambanda taka ekki á hagræðingu á úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Til eru fjölmargir aðilar sem ógna heilindum íþrótta með því að reyna að hagræða úrslitum leikja í hagnaðarskyni. Meðal þeirra eru skipulagðir glæpahópar, sem Arnar segir að teygi anga sína víða um heim. „Samkvæmt minni rannsókn eru margir glæpahópar, sérstaklega í Austur-Evrópu, sem ná til leikmanna á meðan þeir eru ungir. Þeir sjá um þá, veita þeim uppihald og fæði og svo planta þeir leikmönnum hér og þar í Evrópu,“ segir Arnar. „Svo stjórna þeir hvað gerist.“ Mál sem kom upp í 2. deild karla rataði í fréttir í sumar. Félag í deildinni rak leikmann sem var grunaður um að hafa reynt að hagræða úrslitum í leik með óeðlilegri spilamennsku. „Þessi leikmaður spilaði með fleiri liðum hér á landi og ég ræddi við fyrrum samherja hans. Þeir höfðu allir sömu sögu að segja – frábær leikmaður sem gerði stundum stórfurðulega hluti inni á vellinum,“ segir Arnar. Umræddur leikmaður hefur ekki spilað hér á landi síðan þá en á að baki feril hér á landi sem spannar á annað hundrað leiki með sjö félögum yfir sjö ára tímabil. Ekkert var gert í máli hans eftir að hann var rekinn frá félaginu í sumar og mál hans rataði ekki á borð KSÍ.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30 Verið að stofna samtök neðri deildar liða Drög voru lögð að samþykktum á fyrsta fundi í gær en samtökin verða líklega stofnuð í næstu viku. 6. janúar 2017 11:30 Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á úrslit eigin leikja Niðurstöður víðtækrar rannsóknar á þátttöku leikmanna íslenskra félagsliða verða kynntar á ráðstefnu á morgun. 2. janúar 2017 13:24 Íþróttir á Íslandi varnarlausar gegn hagræðingu úrslita Lög og reglur íslenskra íþróttasambanda taka ekki á hagræðingu á úrslitum íþróttaviðburða hér á landi nema að afar litlu leyti. Arnar Már Björgvinsson, knattspyrnumaður og laganemi, gerði lokaverkefni sitt um þennan málaflokk og komst að því að Ísland er langt á eftir nágrannalöndunum hvað þetta varðar. 7. janúar 2017 07:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00
Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00
Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt. 4. janúar 2017 06:30
Verið að stofna samtök neðri deildar liða Drög voru lögð að samþykktum á fyrsta fundi í gær en samtökin verða líklega stofnuð í næstu viku. 6. janúar 2017 11:30
Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á úrslit eigin leikja Niðurstöður víðtækrar rannsóknar á þátttöku leikmanna íslenskra félagsliða verða kynntar á ráðstefnu á morgun. 2. janúar 2017 13:24
Íþróttir á Íslandi varnarlausar gegn hagræðingu úrslita Lög og reglur íslenskra íþróttasambanda taka ekki á hagræðingu á úrslitum íþróttaviðburða hér á landi nema að afar litlu leyti. Arnar Már Björgvinsson, knattspyrnumaður og laganemi, gerði lokaverkefni sitt um þennan málaflokk og komst að því að Ísland er langt á eftir nágrannalöndunum hvað þetta varðar. 7. janúar 2017 07:00