Jeep Wrangler pallbíll á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 15:04 Pallbíll Jeep í prófunum. Mjög gott gengi hefur verið á Jeep undanfarin ár og fátt virðist geta stöðvað velgengni fyrirtækisins í sölu. Bílar Jeep eru líka af þeirri gerðinni sem höfðað hafa best til kaupenda undanfarið, ekki bara vestanhafs heldur um allan heim. Er þar átt við jeppa og jepplinga. Nú ætlar Jeep enn að bæta í flóruna og bjóða pallbíl, en þeir seljast eins og heitar lummur um þessar mundir. Pallbíll sá verður byggður á Wrangler bíl Jeep. Þá er einnig von á nýjum gerðum Jeep Wagoneer og Grand Wagoneer. Allir þessir 3 bílar verða framleiddir í Bandaríkjunum, pallbíllinn í Ohio en hinir tveir í verksmiðju Jeep í Michigan þar sem RAM 1500 er smíðaður. Auk þeirrar viðbótar ætlar Jeep einnig að framleiða RAM Heavy Duty bílana þar. Þeir hafa hingað til verið smíðaðir í Mexíkó og ekki er ljóst hvort að framleiðslan í Michigan verður viðbót við framleiðsluna í Mexíkó eða að henni verði hætt þar. Jeep þarf að bæta við sig 2.000 starfsmönnum vegna smíði þessara bíla allra. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent
Mjög gott gengi hefur verið á Jeep undanfarin ár og fátt virðist geta stöðvað velgengni fyrirtækisins í sölu. Bílar Jeep eru líka af þeirri gerðinni sem höfðað hafa best til kaupenda undanfarið, ekki bara vestanhafs heldur um allan heim. Er þar átt við jeppa og jepplinga. Nú ætlar Jeep enn að bæta í flóruna og bjóða pallbíl, en þeir seljast eins og heitar lummur um þessar mundir. Pallbíll sá verður byggður á Wrangler bíl Jeep. Þá er einnig von á nýjum gerðum Jeep Wagoneer og Grand Wagoneer. Allir þessir 3 bílar verða framleiddir í Bandaríkjunum, pallbíllinn í Ohio en hinir tveir í verksmiðju Jeep í Michigan þar sem RAM 1500 er smíðaður. Auk þeirrar viðbótar ætlar Jeep einnig að framleiða RAM Heavy Duty bílana þar. Þeir hafa hingað til verið smíðaðir í Mexíkó og ekki er ljóst hvort að framleiðslan í Michigan verður viðbót við framleiðsluna í Mexíkó eða að henni verði hætt þar. Jeep þarf að bæta við sig 2.000 starfsmönnum vegna smíði þessara bíla allra.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent