„Fleiri en þörf var á“ Þórlindur Kjartansson skrifar 30. desember 2016 00:00 Þann 16. desember árið 1924 komu til Vestmannaeyja nokkur skip. Lögum samkvæmt þurfti að senda lækni út í öll skip sem komu frá útlöndum til þess að kanna heilsufar skipverja, enda var þá stutt síðan spánska veikin herjaði. Í bók Guðlaugs Gíslasonar „Eyjar gegnum aldirnar“ segir frá því að Gullfoss hafi verið eitt þeirra skipa sem komu að Eyjum þennan dag frá útlöndum. Veður var vont og fór versnandi. Gullfoss varpaði akkerum við Eiði, milli lands og Eyja. Það var heljarinnar fyrirtæki að koma lækni út í skipið. Til þess þurfti bæði ræðara og menn á landi til þess að hjálpa til við að setja árabát niður. Vegna illviðrisins var ákveðið að senda tvöfalda áhöfn með Halldóri Gunnlaugssyni héraðslækni. Í stað fjögurra manna fóru átta. Báturinn var svo settur niður og þeir sem aðstoðað höfðu á landi héldu heim á leið. Þeim var svo litið til baka skömmu síðar og sáu að árabáturinn hafði sokkið. Líklegast þykir að skaðræðisalda hafi fyllt hann af sjó í einu vetfangi. Skipverjar á strandferðaskipinu Esju, sem lá þar í grenndinni, sendu þá lítinn bát á slysstaðinn. Eftir mikið volk tókst að draga að landi tvo; lækninn og unglingspilt. Læknirinn var látinn en unglingurinn lifði. Átta manns fórust.Samhjálp og skyldurækni Svona slys hafa fylgt sögu landsins, sérstaklega sjávarbyggðanna. Þau virka fjarlæg okkur flestum í dag. Við—velferðarþegnar nútímans—kynnumst sjaldnast meiri óþægindum vegna veðurs heldur en fljúgandi trampólínum. En sú var tíðin, fyrir ekki svo löngu, að íslenskt samfélag treysti algjörlega á skyldurækni og samhjálp meðborgaranna. Lengst af var lítið formlegt skipulag í kringum slíka skyldurækni en fyrsta björgunarfélagið var stofnað í Vestmannaeyjum árið 1918 og voru kaup á björgunarskipinu Þór fjármögnuð að stórum hluta með frjálsum framlögum Eyjamanna. Skipulag björgunarmála á Íslandi hefur alla tíð síðan verið grundvallað á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi og fjármagnað að langstærstum hluta með frjálsum framlögum frá almenningi og á síðustu árum með sölu flugelda um áramótin. Þessi sala skilar um 70% af rekstrarfé björgunarsveitanna. Sem betur fer hafa skip, veðurspár og öryggisbúnaður tekið slíkum framförum að skipsskaðar eru nú miklum mun fátíðari en áður. Það læðist auðvitað stundum að manni sá grunur að nú til dags séu björgunarsveitirnar fyrst og fremst spennandi áhugamál adrenalínfíkla. En af allri þeirri tilgangslitlu og tímafreku tómstundaiðju sem fólki stendur til boða þá er óhætt að fullyrða að fátt er eins göfugt eins og björgunarsveitirnar.Til taks Hér á landi getur með engum fyrirvara skapast mikil vá vegna veðra eða annarra náttúruhamfara. Ef sú staða kemur upp þá getum við treyst því að í björgunarsveitunum sé fólk af þeirri gerð sem ekki hikar við að leggja sig í hættu til þess að koma okkur hinum til hjálpar. Það má jafnvel segja að þær séu jafnvel ennþá mikilvægari nú en áður. Ef stórslys eða náttúruhamfarir verða á Íslandi má geta sér til um að stór hluti þjóðarinnar sé alls kostar óundirbúinn að takast á við það sem að höndum ber. Þegar velferðin er slík, að víða getur það ógnað heimilisfriði ef nettengdir tölvuskjáir eru færri en heimilisfólkið, þá er líklegt að mörg okkar myndu reynast frekar roluleg við aðstæður eins og voru á Eiðinu í Eyjum í desember 1924.Skiljum eftir afganginn Þegar Eyjamennirnir höfðu áttað sig á hinu hörmulega slysi hófust þeir umsvifalaust handa við að senda hinn lækninn út í Esjuna til að sinna þeim sem náðist úr sjónum. Óskað var eftir sjálfboðaliðum í ferðina og „gáfu sig þegar fram fleiri en þörf var á“ til þess að gera skyldu sína við meðborgarana þrátt fyrir að leggja sjálfa sig jafnframt í stórfelldan lífsháska. Sagan geymir ótölulegan fjölda af slíkum hetjusögum af fólki sem sóttist ekki eftir því að verða hetjur heldur taldi sér ekki annað fært en að sinna skyldum sínum við samfélagið; sama hvað það kostaði. Í dag finnum við svona fólk í björgunarsveitunum. Ef hættu ber að höndum hér á landi getum við treyst því að „fleiri en þörf er á“ séu ætíð til taks og hafi tæki, tól og þjálfun til þess að bregðast við. Þess vegna eigum við að borga með brosi uppsett verð fyrir flugeldana og skilja eftir afganginn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Þann 16. desember árið 1924 komu til Vestmannaeyja nokkur skip. Lögum samkvæmt þurfti að senda lækni út í öll skip sem komu frá útlöndum til þess að kanna heilsufar skipverja, enda var þá stutt síðan spánska veikin herjaði. Í bók Guðlaugs Gíslasonar „Eyjar gegnum aldirnar“ segir frá því að Gullfoss hafi verið eitt þeirra skipa sem komu að Eyjum þennan dag frá útlöndum. Veður var vont og fór versnandi. Gullfoss varpaði akkerum við Eiði, milli lands og Eyja. Það var heljarinnar fyrirtæki að koma lækni út í skipið. Til þess þurfti bæði ræðara og menn á landi til þess að hjálpa til við að setja árabát niður. Vegna illviðrisins var ákveðið að senda tvöfalda áhöfn með Halldóri Gunnlaugssyni héraðslækni. Í stað fjögurra manna fóru átta. Báturinn var svo settur niður og þeir sem aðstoðað höfðu á landi héldu heim á leið. Þeim var svo litið til baka skömmu síðar og sáu að árabáturinn hafði sokkið. Líklegast þykir að skaðræðisalda hafi fyllt hann af sjó í einu vetfangi. Skipverjar á strandferðaskipinu Esju, sem lá þar í grenndinni, sendu þá lítinn bát á slysstaðinn. Eftir mikið volk tókst að draga að landi tvo; lækninn og unglingspilt. Læknirinn var látinn en unglingurinn lifði. Átta manns fórust.Samhjálp og skyldurækni Svona slys hafa fylgt sögu landsins, sérstaklega sjávarbyggðanna. Þau virka fjarlæg okkur flestum í dag. Við—velferðarþegnar nútímans—kynnumst sjaldnast meiri óþægindum vegna veðurs heldur en fljúgandi trampólínum. En sú var tíðin, fyrir ekki svo löngu, að íslenskt samfélag treysti algjörlega á skyldurækni og samhjálp meðborgaranna. Lengst af var lítið formlegt skipulag í kringum slíka skyldurækni en fyrsta björgunarfélagið var stofnað í Vestmannaeyjum árið 1918 og voru kaup á björgunarskipinu Þór fjármögnuð að stórum hluta með frjálsum framlögum Eyjamanna. Skipulag björgunarmála á Íslandi hefur alla tíð síðan verið grundvallað á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi og fjármagnað að langstærstum hluta með frjálsum framlögum frá almenningi og á síðustu árum með sölu flugelda um áramótin. Þessi sala skilar um 70% af rekstrarfé björgunarsveitanna. Sem betur fer hafa skip, veðurspár og öryggisbúnaður tekið slíkum framförum að skipsskaðar eru nú miklum mun fátíðari en áður. Það læðist auðvitað stundum að manni sá grunur að nú til dags séu björgunarsveitirnar fyrst og fremst spennandi áhugamál adrenalínfíkla. En af allri þeirri tilgangslitlu og tímafreku tómstundaiðju sem fólki stendur til boða þá er óhætt að fullyrða að fátt er eins göfugt eins og björgunarsveitirnar.Til taks Hér á landi getur með engum fyrirvara skapast mikil vá vegna veðra eða annarra náttúruhamfara. Ef sú staða kemur upp þá getum við treyst því að í björgunarsveitunum sé fólk af þeirri gerð sem ekki hikar við að leggja sig í hættu til þess að koma okkur hinum til hjálpar. Það má jafnvel segja að þær séu jafnvel ennþá mikilvægari nú en áður. Ef stórslys eða náttúruhamfarir verða á Íslandi má geta sér til um að stór hluti þjóðarinnar sé alls kostar óundirbúinn að takast á við það sem að höndum ber. Þegar velferðin er slík, að víða getur það ógnað heimilisfriði ef nettengdir tölvuskjáir eru færri en heimilisfólkið, þá er líklegt að mörg okkar myndu reynast frekar roluleg við aðstæður eins og voru á Eiðinu í Eyjum í desember 1924.Skiljum eftir afganginn Þegar Eyjamennirnir höfðu áttað sig á hinu hörmulega slysi hófust þeir umsvifalaust handa við að senda hinn lækninn út í Esjuna til að sinna þeim sem náðist úr sjónum. Óskað var eftir sjálfboðaliðum í ferðina og „gáfu sig þegar fram fleiri en þörf var á“ til þess að gera skyldu sína við meðborgarana þrátt fyrir að leggja sjálfa sig jafnframt í stórfelldan lífsháska. Sagan geymir ótölulegan fjölda af slíkum hetjusögum af fólki sem sóttist ekki eftir því að verða hetjur heldur taldi sér ekki annað fært en að sinna skyldum sínum við samfélagið; sama hvað það kostaði. Í dag finnum við svona fólk í björgunarsveitunum. Ef hættu ber að höndum hér á landi getum við treyst því að „fleiri en þörf er á“ séu ætíð til taks og hafi tæki, tól og þjálfun til þess að bregðast við. Þess vegna eigum við að borga með brosi uppsett verð fyrir flugeldana og skilja eftir afganginn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun