Aron bjartsýnn á að ná HM í Frakklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2016 19:00 Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54
Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30