Veiðimaðurinn er kominn út Karl Lúðvíksson skrifar 20. desember 2016 12:01 Jólablað Veiðimannsins er komið út veiðimönnum til mikillar gleði en fjölbreytt efni er í blaðinu að vanda og tilhlökkun veiðimanna fyrir veiðisumrinu 2017 fer vaxandi með hverjum degi þó svo að mörgum reynist biðin erfið til vors. Það er víst ekkert annað að gera en að rifja upp góðar sögur frá liðnu sumri og láta sig dreyma um ævintýri næsta sumars. Blað nr. 203 af Veiðimanninum fer nú í dreifingu til félagsmanna og áskrifenda en viðskiptavinir betri veiðiverslana geta rýnt í það um helgina sem fá fyrstu eintök blaðsins í dag. Ekki úr vegi að nýta helgina til að kaupa veiðidót í jólapakkana enda fjölmörg frábær tilboð í gangi. Í blaði nr. 203 gerir Veiðimaðurinn m.a. upp veiðina 2016, Villti kokkurinn, Úlfar Finnbjörnsson, birtir uppskriftir að girnilegri villibráð sem hæfa hvaða veisluborði sem er um jól og áramót, Glenda Powell, heimsmeistari í flugukasti og stangveiðikennari, ræðir um heimspeki stangveiðinnar, laxveiðina á Írlandi og Íslandi. Hún hefur sérhæft sig í að kenna ungmennum að veiða en einnig konum og körlum sem vilja verða betri veiðimenn. Þá er veiðistaðalýsing á Hítará ofan við Kattarfoss í blaðinu, viðtal við Jón Þ. Einarsson, viðburðadagatal SVFR til vors og margt margt fleira! Forsíðumyndina tók Golli. Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði
Jólablað Veiðimannsins er komið út veiðimönnum til mikillar gleði en fjölbreytt efni er í blaðinu að vanda og tilhlökkun veiðimanna fyrir veiðisumrinu 2017 fer vaxandi með hverjum degi þó svo að mörgum reynist biðin erfið til vors. Það er víst ekkert annað að gera en að rifja upp góðar sögur frá liðnu sumri og láta sig dreyma um ævintýri næsta sumars. Blað nr. 203 af Veiðimanninum fer nú í dreifingu til félagsmanna og áskrifenda en viðskiptavinir betri veiðiverslana geta rýnt í það um helgina sem fá fyrstu eintök blaðsins í dag. Ekki úr vegi að nýta helgina til að kaupa veiðidót í jólapakkana enda fjölmörg frábær tilboð í gangi. Í blaði nr. 203 gerir Veiðimaðurinn m.a. upp veiðina 2016, Villti kokkurinn, Úlfar Finnbjörnsson, birtir uppskriftir að girnilegri villibráð sem hæfa hvaða veisluborði sem er um jól og áramót, Glenda Powell, heimsmeistari í flugukasti og stangveiðikennari, ræðir um heimspeki stangveiðinnar, laxveiðina á Írlandi og Íslandi. Hún hefur sérhæft sig í að kenna ungmennum að veiða en einnig konum og körlum sem vilja verða betri veiðimenn. Þá er veiðistaðalýsing á Hítará ofan við Kattarfoss í blaðinu, viðtal við Jón Þ. Einarsson, viðburðadagatal SVFR til vors og margt margt fleira! Forsíðumyndina tók Golli.
Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði