Renault rafmagnsbíll á undir milljón Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 13:27 Renault hefur selt vel af litla rafmagnsbílnum Zoe. Í síðustu viku gaf Renault frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var frá yfirmannsskiptum í rafmagnsbíladeild Renault. Ef til vill ekki mjög fréttnæmt það, en nokkru neðar í tilkynningunni er getið um nýsmíði afar ódýrs rafmagnsbíls sem Renault vinnur nú að. Hann á að kosta á bilinu 7.000 til 8.000 dollara, eða 770.000 til 880.000 krónur og það áður en til koma endurgreiðslur sem stjórnvöld víða um heim greiða þeim sem kjósa að fjárfesta í rafmagnsbílum. Renault er að þróa þennan bíl með systurfyrirtæki sínu Nissan, en engar nákvæmari upplýsingar eru gefnar upp um bílinn ódýra. Þessi tilkynning frá Renault kemur í kjölfar kynningar á nýjum Renault Kangoo sendibíls sem kemst nú 60% lengra á hverri hleðslu og er með 270 km drægi og 2017 árgerðarinnar af Renault Zoe rafmagnsbílnum sem nú er með 300 km drægni. Það er því greinilega allt að gerast hjá Renault hvað rafmagnsbíla varðar. Renault er með 25% markaðshlutdeild í rafmagnsbílum í Evrópu og hefur selt meira en 100.000 rafmagnsbíla í Evrópu frá árinu 2012. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent
Í síðustu viku gaf Renault frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt var frá yfirmannsskiptum í rafmagnsbíladeild Renault. Ef til vill ekki mjög fréttnæmt það, en nokkru neðar í tilkynningunni er getið um nýsmíði afar ódýrs rafmagnsbíls sem Renault vinnur nú að. Hann á að kosta á bilinu 7.000 til 8.000 dollara, eða 770.000 til 880.000 krónur og það áður en til koma endurgreiðslur sem stjórnvöld víða um heim greiða þeim sem kjósa að fjárfesta í rafmagnsbílum. Renault er að þróa þennan bíl með systurfyrirtæki sínu Nissan, en engar nákvæmari upplýsingar eru gefnar upp um bílinn ódýra. Þessi tilkynning frá Renault kemur í kjölfar kynningar á nýjum Renault Kangoo sendibíls sem kemst nú 60% lengra á hverri hleðslu og er með 270 km drægi og 2017 árgerðarinnar af Renault Zoe rafmagnsbílnum sem nú er með 300 km drægni. Það er því greinilega allt að gerast hjá Renault hvað rafmagnsbíla varðar. Renault er með 25% markaðshlutdeild í rafmagnsbílum í Evrópu og hefur selt meira en 100.000 rafmagnsbíla í Evrópu frá árinu 2012.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent