Avocado- og súkkulaðismákökur Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 19. desember 2016 20:00 Uppskriftin dugar í um það bil tuttugu og fimm litlar smákökur. Mynd/Hildur Hildur Rut Ingimarsdóttir hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hildur er sniðug í eldhúsinu og er sífellt að prófa sig áfram. Hún gaf nýverið út matreiðslubókina Avocado en í henni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn. Fyrir jólin bakar Hildur mikið af smákökum og deilir hún hér uppskrift að avocado- og súkkulaðismákökum sem bragðast vel.Súkkulaðismákökur1 avocado3 msk. akasíuhunang2 msk. hnetusmjör1 tsk. vanilludropar1 egg2 msk. kakóduft100 gr suðusúkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar Hrærið saman avocado, hunangi, hnetusmjöri, vanilludropum og eggi þangað til að blandan verður silkimjúk. Gott er að nota hrærivél. Bætið kakóduftinu við. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við með skeið. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Bakið við 180°C í 10 mínútur. Hildur Rut Ingimarsdóttir er sniðug í eldhúsinu, en hún gaf nýverið út bókina Avocado. Í bókinni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn.Mynd/Ingimar Þór Friðriksson Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Hildur Rut Ingimarsdóttir hefur brennandi áhuga á hollri og einfaldri matargerð. Hildur er sniðug í eldhúsinu og er sífellt að prófa sig áfram. Hún gaf nýverið út matreiðslubókina Avocado en í henni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn. Fyrir jólin bakar Hildur mikið af smákökum og deilir hún hér uppskrift að avocado- og súkkulaðismákökum sem bragðast vel.Súkkulaðismákökur1 avocado3 msk. akasíuhunang2 msk. hnetusmjör1 tsk. vanilludropar1 egg2 msk. kakóduft100 gr suðusúkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar Hrærið saman avocado, hunangi, hnetusmjöri, vanilludropum og eggi þangað til að blandan verður silkimjúk. Gott er að nota hrærivél. Bætið kakóduftinu við. Að lokum er súkkulaðinu hrært saman við með skeið. Setjið deigið með teskeið á bökunarplötu þakta bökunarpappír. Bakið við 180°C í 10 mínútur. Hildur Rut Ingimarsdóttir er sniðug í eldhúsinu, en hún gaf nýverið út bókina Avocado. Í bókinni eru uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda avocado-ávöxtinn.Mynd/Ingimar Þór Friðriksson
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira