Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2016 06:00 Ólafía Þórunn var að vonum stolt af áfanganum. mynd/gsí „Þetta var frábært, alveg ótrúlegt. Ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu. Núna líður mér eiginlega bara eins og eftir hringinn,“ sagði alsæl Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir að hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. Ólafía Þórunn var í 2. sæti fyrir lokahringinn í gær og því voru líkurnar henni í hag. Hún gaf ekkert eftir og endaði í 2. sæti á tólf höggum undir pari. „Ég var alveg búin að átta mig á því fyrirfram, fyrir daginn í dag, að ég ætti góða möguleika,“ sagði Ólafía Þórunn sem átti í smá basli á Hills-vellinum fyrsta keppnisdaginn. Hún spilaði hins vegar frábærlega þriðja og fimmta keppnisdaginn. „Þetta er aðeins erfiðari völlur, þrengri og minni flatir. Það var mikill vindur í dag [í gær] sem gerði þetta erfiðara. Fyrsta daginn fannst mér ég eiga að skora miklu betur, ég spilaði betur en skorið sýndi. En það var kannski smá skrekkur í manni, mótið að byrja og svona. Hina dagana fannst mér skorið í samræmi við spilamennskuna,“ sagði Ólafía Þórunn. En lærði hún mikið af því að taka þátt á LET-mótaröðinni, Evrópsku mótaröðinni, í ár? „Já, klárlega. Ég er búin að læra ótrúlega mikið á því, að keppa við þær bestu og sjá hvernig þær spila. Ég get spilað alveg jafn vel og þær,“ sagði Ólafía Þórunn sem kvaðst ekkert svekkt þótt hún hafi misst af efsta sætinu á átjándu holu. Kylfingurinn knái leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi og segist hafa lært hvernig hún á að takast á við pressu og utanaðkomandi athygli. Hún setti sjálfa sig meira að segja í samfélagsmiðlabann á meðan á mótinu í Flórída stóð. „Svona úrtökumót reyna mikið á mann andlega og maður þarf að vera ótrúlega sterkur. Hvert högg skiptir svo rosalega miklu máli. Þetta er í raun bara keppni í því hver er sterkastur andlega. Það eru allir búnir að undirbúa sig svo vel og æfa svo vel en þegar út í mótið er komið snýst þetta um hver er þolinmóðastur og sterkastur,“ sagði Ólafía Þórunn. „Maður þarf að höndla mótlæti og líka þegar það gengur vel. Ég var í samfélagsmiðlabanni. Ég leyfði mér ekki að fara inn á þá því það getur verið svolítið yfirþyrmandi. Íslendingar eru svo frábærir, spenntir og halda svo mikið með þér. Núna verð ég að fara að lesa öll skilaboðin,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Þetta var frábært, alveg ótrúlegt. Ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu. Núna líður mér eiginlega bara eins og eftir hringinn,“ sagði alsæl Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir að hún tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í heimi. Ólafía Þórunn var í 2. sæti fyrir lokahringinn í gær og því voru líkurnar henni í hag. Hún gaf ekkert eftir og endaði í 2. sæti á tólf höggum undir pari. „Ég var alveg búin að átta mig á því fyrirfram, fyrir daginn í dag, að ég ætti góða möguleika,“ sagði Ólafía Þórunn sem átti í smá basli á Hills-vellinum fyrsta keppnisdaginn. Hún spilaði hins vegar frábærlega þriðja og fimmta keppnisdaginn. „Þetta er aðeins erfiðari völlur, þrengri og minni flatir. Það var mikill vindur í dag [í gær] sem gerði þetta erfiðara. Fyrsta daginn fannst mér ég eiga að skora miklu betur, ég spilaði betur en skorið sýndi. En það var kannski smá skrekkur í manni, mótið að byrja og svona. Hina dagana fannst mér skorið í samræmi við spilamennskuna,“ sagði Ólafía Þórunn. En lærði hún mikið af því að taka þátt á LET-mótaröðinni, Evrópsku mótaröðinni, í ár? „Já, klárlega. Ég er búin að læra ótrúlega mikið á því, að keppa við þær bestu og sjá hvernig þær spila. Ég get spilað alveg jafn vel og þær,“ sagði Ólafía Þórunn sem kvaðst ekkert svekkt þótt hún hafi misst af efsta sætinu á átjándu holu. Kylfingurinn knái leggur mikið upp úr andlegum undirbúningi og segist hafa lært hvernig hún á að takast á við pressu og utanaðkomandi athygli. Hún setti sjálfa sig meira að segja í samfélagsmiðlabann á meðan á mótinu í Flórída stóð. „Svona úrtökumót reyna mikið á mann andlega og maður þarf að vera ótrúlega sterkur. Hvert högg skiptir svo rosalega miklu máli. Þetta er í raun bara keppni í því hver er sterkastur andlega. Það eru allir búnir að undirbúa sig svo vel og æfa svo vel en þegar út í mótið er komið snýst þetta um hver er þolinmóðastur og sterkastur,“ sagði Ólafía Þórunn. „Maður þarf að höndla mótlæti og líka þegar það gengur vel. Ég var í samfélagsmiðlabanni. Ég leyfði mér ekki að fara inn á þá því það getur verið svolítið yfirþyrmandi. Íslendingar eru svo frábærir, spenntir og halda svo mikið með þér. Núna verð ég að fara að lesa öll skilaboðin,“ sagði Ólafía Þórunn að lokum.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira