Best klæddu stjörnurnar á bresku tískuverðlaununum Ritstjórn skrifar 6. desember 2016 09:45 Nicole Scherzinger stal allri athyglinni á rauða dreglinum í gærkvöldi. Myndir/Getty Bresku tískuverðlaunin fóru fram í gær með pompi og prakt í Royal Albert Hall í London í gærkvöldi. Þar komu saman helstu stjörnur og hönnuðir tískubransans til þess að gera upp ansi skrautlegt ár í tískuheiminum. Gigi Hadid var valin fyrirsæta ársins sem kom eflaust fáum á óvart. Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, vann verðlaun sem alþjóðlegur skartgripahönnuður ársins. Ralph Lauren hlaut heiðursverðlaun kvöldsins en Alexander McQueen, undir stjórn Sarah Burton, var valið tískumerki ársins. Demna Gvasalia vann tvö verðlaun. Annars vegar fyrir hönd Vetements, merkisins sem hann stofnaði sjálfur og er orðið eitt það eftirsóttasta í tískuheiminum, sem 'Urban' hátísku merki og hins vegar sem alþjóðlegur fatahönnuður ársins fyrir Balenciaga, en hann tók við stjórn tískuhússins á seinasta ári. Jourdan Dunn var flott í þessu hvíta samstæða dressi.Alexa Chung alltaf jafn vel til höfð.Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, í öðruvísi jakkafötum sem hitta beint í mark.Sarah Burton, yfirhönnuður Alexander McQueen, ásamt fyrirsætunni Naomi Campbell.Eva Herzigova ákvað að klæða sig eftir veðri í þessari flottu hvítu dragt.Jaden Smith með hverja negluna á fætur annari á rauða dreglinum.Gigi Hadid var stjarna kvöldsins í Versace.Tískudrottningin Kate Moss á að sjálfsögðu heima á þessum lista. Mest lesið Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Donatella Versace mætt með stæl á Instagram Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham trúlofuð Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour
Bresku tískuverðlaunin fóru fram í gær með pompi og prakt í Royal Albert Hall í London í gærkvöldi. Þar komu saman helstu stjörnur og hönnuðir tískubransans til þess að gera upp ansi skrautlegt ár í tískuheiminum. Gigi Hadid var valin fyrirsæta ársins sem kom eflaust fáum á óvart. Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, vann verðlaun sem alþjóðlegur skartgripahönnuður ársins. Ralph Lauren hlaut heiðursverðlaun kvöldsins en Alexander McQueen, undir stjórn Sarah Burton, var valið tískumerki ársins. Demna Gvasalia vann tvö verðlaun. Annars vegar fyrir hönd Vetements, merkisins sem hann stofnaði sjálfur og er orðið eitt það eftirsóttasta í tískuheiminum, sem 'Urban' hátísku merki og hins vegar sem alþjóðlegur fatahönnuður ársins fyrir Balenciaga, en hann tók við stjórn tískuhússins á seinasta ári. Jourdan Dunn var flott í þessu hvíta samstæða dressi.Alexa Chung alltaf jafn vel til höfð.Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, í öðruvísi jakkafötum sem hitta beint í mark.Sarah Burton, yfirhönnuður Alexander McQueen, ásamt fyrirsætunni Naomi Campbell.Eva Herzigova ákvað að klæða sig eftir veðri í þessari flottu hvítu dragt.Jaden Smith með hverja negluna á fætur annari á rauða dreglinum.Gigi Hadid var stjarna kvöldsins í Versace.Tískudrottningin Kate Moss á að sjálfsögðu heima á þessum lista.
Mest lesið Skyggnst bakvið tjöldin hjá JÖR Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Donatella Versace mætt með stæl á Instagram Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham trúlofuð Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour