Dýrasti nýi bíll heims Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2016 11:08 Ferrari LaFerrari. Flestir dýrustu eldri bílar heims eru Ferrari bílar, en nú getur Ferrari einnig státað af því að eiga dýrasta nýja bíl sem nokkurntíma hefur selst. Þessi Ferrari LaFerrari bíll seldist á uppboði um daginn á 7 milljónir dollara, eða 770 milljónir króna. Afraksturinn rennur til góðgerðarmála, þ.e. til fórnarlamba nýlegra jarðskjálfta á Ítalíu. Bíllinn var seldur hjá uppboðshúsi Southeby´s í Bretlandi. Þessi bíll er sá fimm hundruðasti í röðinni sem Ferrari smíðar af LaFerrari og sá allra síðasti og því mikill söfnunargripur. Eigandinn getur því glaðst yfir því að eignast slíkan grip, en einnig yfir því að styðja við fólk sem á um sárt að binda vegna jarðskjáltanna sem eyðilögðu heimili fjölmargra á mið-Ítalíu. Ferrari LaFerari er 789 hestafla orkubúnt með V12 vél og rafmótora sem enn auka á aflið. Hann er aðeins 2,5 sekúndur í 100 km hraða og almennt verð á hinum 499 eintökum bílsins var 1.420.000 dollarar, eða 156 milljónir og því greiddi hinn góðhjartaði kaupandi bíls nr. 500 aukalega 614 milljónir fyrir bílinn. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent
Flestir dýrustu eldri bílar heims eru Ferrari bílar, en nú getur Ferrari einnig státað af því að eiga dýrasta nýja bíl sem nokkurntíma hefur selst. Þessi Ferrari LaFerrari bíll seldist á uppboði um daginn á 7 milljónir dollara, eða 770 milljónir króna. Afraksturinn rennur til góðgerðarmála, þ.e. til fórnarlamba nýlegra jarðskjálfta á Ítalíu. Bíllinn var seldur hjá uppboðshúsi Southeby´s í Bretlandi. Þessi bíll er sá fimm hundruðasti í röðinni sem Ferrari smíðar af LaFerrari og sá allra síðasti og því mikill söfnunargripur. Eigandinn getur því glaðst yfir því að eignast slíkan grip, en einnig yfir því að styðja við fólk sem á um sárt að binda vegna jarðskjáltanna sem eyðilögðu heimili fjölmargra á mið-Ítalíu. Ferrari LaFerari er 789 hestafla orkubúnt með V12 vél og rafmótora sem enn auka á aflið. Hann er aðeins 2,5 sekúndur í 100 km hraða og almennt verð á hinum 499 eintökum bílsins var 1.420.000 dollarar, eða 156 milljónir og því greiddi hinn góðhjartaði kaupandi bíls nr. 500 aukalega 614 milljónir fyrir bílinn.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent