VW Golf GTI Clubsport S bætti enn metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 10:46 VW Golf GTI Clubsport S við metsláttinn á Nürburgring brautinni. Það dugði Volkswagen ekki að eiga hraðametið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda og framhjóladrifna fólksbíla. Volkswagen mætti aftur með Golf GTI Clubsport S bíl sinn á brautina 6 mánuðum síðar og bætti metið enn um tvær sekúndur. Fyrri mettíminn var 7:49,21 mínútur en nýja metið 7:47,19 mínútur. Til samanburðar þá á mun öflugri BMW M2 tímann 7:58 á brautinni og Honda Civic Type R á 7:50,63 mínútur. Þegar seinni metsláttur Volkswagen fór fram þá var 8 stiga hiti og var það kjörið hitastig til að halda vél Golf GTI Clubsport bílsins nægjanlega kældri, sem og dekkjunum í sínu besta standi. VW Golf GTI Clubsport S er 310 hestöfl en hefðbundinn Golf GTI Clubsport er 265 hestöfl. Clubsport S er auk þess 30 kílóum léttari en hefðbundinn Clubsport og hefur auk þess akstursstillinguna “Nürburgring mode” sem aðlagar fjöðrunarkerfi bílsins að brautarakstri. Volkswagen framleiddi aðeins 400 eintök af Golf GTI Clubsport S, 100 ætluð fyrir Þýskalandsmarkað, en til dæmis er bíllinn löngu uppseldur í Bretlandi. Það er því ekki svo auðvelt að verða sér út um eintak af bílnum. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent
Það dugði Volkswagen ekki að eiga hraðametið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda og framhjóladrifna fólksbíla. Volkswagen mætti aftur með Golf GTI Clubsport S bíl sinn á brautina 6 mánuðum síðar og bætti metið enn um tvær sekúndur. Fyrri mettíminn var 7:49,21 mínútur en nýja metið 7:47,19 mínútur. Til samanburðar þá á mun öflugri BMW M2 tímann 7:58 á brautinni og Honda Civic Type R á 7:50,63 mínútur. Þegar seinni metsláttur Volkswagen fór fram þá var 8 stiga hiti og var það kjörið hitastig til að halda vél Golf GTI Clubsport bílsins nægjanlega kældri, sem og dekkjunum í sínu besta standi. VW Golf GTI Clubsport S er 310 hestöfl en hefðbundinn Golf GTI Clubsport er 265 hestöfl. Clubsport S er auk þess 30 kílóum léttari en hefðbundinn Clubsport og hefur auk þess akstursstillinguna “Nürburgring mode” sem aðlagar fjöðrunarkerfi bílsins að brautarakstri. Volkswagen framleiddi aðeins 400 eintök af Golf GTI Clubsport S, 100 ætluð fyrir Þýskalandsmarkað, en til dæmis er bíllinn löngu uppseldur í Bretlandi. Það er því ekki svo auðvelt að verða sér út um eintak af bílnum.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent