Þessir 7 keppa um bíl ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 10:51 Toyota C-HR er einn þeirra bíla sem komnir eru í úrslit. Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent
Sjö bílar hafa verið valdir til úrslita í valinu á bíl ársins í Evrópu þetta árið. Það eru 58 bílablaðamenn frá 22 löndum sem velja bíl ársins að þessu sinni og völdu þeir 7 bíla af 30 sem komist höfðu í forvalið. Bílarnir sem til greina koma eru Alfa Romeo Giulia, Citroën C3, Mercedes Benz E-Class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo S90/V90. Af þessum 7 bílum eru 5 þeirra sérstaklega smíðaðir fyrir Evrópumarkað, en Nissan Micra og Toyota C-HR teljast heimsbílar sem smíðaðir eru fyrir alla bílamarkaði heims. Aðeins einn af þessum 7 bílaframleiðendum sem eiga bíla í úrslitum nú hefur aldrei unnið til verðlaunanna bíll ársins í Evrópu áður en það er Volvo. Enginn kóreskur eða bandarískur bílaframleiðandi náði með bíl í úrslit þessu sinni og eru þeir allir annaðhvort evrópskir eða japanskir. Né heldur náði nokkur rafmagnsbíll, tengiltvinnbíll eða Hybrid bíll í úrslit.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent