Góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 09:15 "Þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir Aðalbjörg Stefanía. Vísir/Anton Brink Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira
Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira