Alaska Air notar eldsneyti úr trjám Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 10:41 Fyllt á eldsneyti flugvélar Alaska Air. Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur. Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent
Á mánudaginn síðastliðinn flaug flugvél frá Alaska Air milli Seattle og Washington og í eldsneytistönkum hennar var að 20% hluta isobútanól sem unnið er úr sellulosa úr trjám. Þetta flug markar þau tímamót að nota afurðir trjáa í eldsneyti á flugvélar. Flugvélin notaði alls 4.100 lítra af þessu eldsneyti á flugi sínu og sparaði því jafn mikið af jarðefnaeldsneyti. Þessi nýjung er afrakstur 4,5 milljarða rannsóknarvinnu USDA National Institute of Fodd and Agriculture hjá Washington State háskólanum, í samstarfi við Northwest Advanced Renewables Alliance. Því er spáð að flug muni tvöfaldast í heiminum á næstu 20 árum og því er mikilvægt að flugbransinn finni leiðir til að taka þátt í því að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis með öðrum orkugjöfum. United Airlines hefur fjárfest í Fulcrum Bioenergy og FedEx kaupir milljónir gallona af lífefnaeldsneyti af Red Rock Biofuels og eru það ágæt dæmi um þá viðleitni flutningfyrirtækja að sækja á þessi mið. Virgin Atlantic flaug sitt fyrsta flug með lífefnaeldsneyti árið 2008 og Boeing hefur rannsakað hvort noti megi lífefnaeldsneyti úr þangi. Alaska Air hefur áður notað lífefnaeldsneyti í flugvélar sínar sem unnið var úr korni, en notkun lífefnaeldsneyti úr trjám hefur ekki áður verið notað í flugvélar. Ef allt flug Alaska Air notaðist að 20% hluta við lífefnaeldsneyti úr trjám jafngilti það því að 30.000 bílar væru teknir úr umferð með tilsvarandi sparnaði á jarðefnaeldsneyti. Birgi Alaska Air á trjálífefnaeldsneytinu vonast til að ná verði á hvert gallon niður í 3,5 til 4,5 dollara, eða 103-132 krónur.
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent