Seljum allt frá gítarnöglum upp í flygla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 11:15 Starfsmenn Hljóðfærahússins að koma sér í gírinn, Arnar Freyr Gunnarsson, Sindri Már Heimisson, Arnar Þór Gíslason og Jón Kjartan Ingólfsson. Vísir/GVA Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira
Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira