General Motors tvöfaldar hagnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 12:52 Höfuðstöðvar General Motors í Detroit. Þriðji ársfjórðungur þessa árs var gjöfull fyrir General Motors og tvöfaldaðist hagnaður fyrirtækisins á milli ára og nam 2,77 milljörðum dollara, eða 318 milljarðar króna. Að auki var velta GM á ársfjórðungnum sú mesta frá hruni og var hún 10% meiri en í fyrra. Sala bíla GM gekk afar vel í heimalandinu Bandaríkjunum, en einnig var mikil söluaukning í Kína. Salan í Evrópu og S-Ameríku gekk ekki eins vel og dró aðeins úr hagnaði GM. Hagnaður GM nam 1,72 dollar á hvern hlut í fyrirtækinu og fór næstum því 20% framúr spám kaupahéðna á Wall Street. Ef til vill kemur þessi góða niðurstaða til með að hækka hlutabréfaverð í GM, en stjórnendur þess hafa furðað sig á lágu gengi hlutabréfaverðs í fyrirtækinu þrátt fyrir ágæt uppgjör á síðustu ársfjórðungum. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla haldist hátt þrátt fyrir að það hafi aldrei skilað hagnaði. Fiat-Chrysler skilaði einnig uppgjöri fyrir 3. ársfjórðung og nam hann 78 milljörðum króna, en mikill kostnaður við innkallanir höfðu neikvæð áhrif á hagnað Fiat-Chrysler að þessu sinni. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent
Þriðji ársfjórðungur þessa árs var gjöfull fyrir General Motors og tvöfaldaðist hagnaður fyrirtækisins á milli ára og nam 2,77 milljörðum dollara, eða 318 milljarðar króna. Að auki var velta GM á ársfjórðungnum sú mesta frá hruni og var hún 10% meiri en í fyrra. Sala bíla GM gekk afar vel í heimalandinu Bandaríkjunum, en einnig var mikil söluaukning í Kína. Salan í Evrópu og S-Ameríku gekk ekki eins vel og dró aðeins úr hagnaði GM. Hagnaður GM nam 1,72 dollar á hvern hlut í fyrirtækinu og fór næstum því 20% framúr spám kaupahéðna á Wall Street. Ef til vill kemur þessi góða niðurstaða til með að hækka hlutabréfaverð í GM, en stjórnendur þess hafa furðað sig á lágu gengi hlutabréfaverðs í fyrirtækinu þrátt fyrir ágæt uppgjör á síðustu ársfjórðungum. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla haldist hátt þrátt fyrir að það hafi aldrei skilað hagnaði. Fiat-Chrysler skilaði einnig uppgjöri fyrir 3. ársfjórðung og nam hann 78 milljörðum króna, en mikill kostnaður við innkallanir höfðu neikvæð áhrif á hagnað Fiat-Chrysler að þessu sinni.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent