Tesla risarafhlöðuverksmiðja líka í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 14:30 Risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Nevada verður næst stærsta bygging heims á eftir verksmiðju Boeing. Á blaðamannafundi í Þýskalandi í gær tilkynnti Elkon Musk forstjóri Tesla að fyrirtækið áformaði að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Evrópu líkt og verið er að byggja í Bandaríkjunum. Í þessari verksmiðju yrðu bílar Tesla einnig smíðaðir. Þessu lýsti Musk yfir um leið og hann greindi frá kaupum Tesla á þýska fyrirtækinu Grohmann Engineering sem framleiðir búnað til bílasmíði, eins og greint var frá hér í gær. Elon Musk greindi ekki frá hvar líklegast væri að þessi risarahlöðuverksmiðja myndi rísa í Evrópu, en þær gætu reyndar orðið fleiri en ein. Risaverksmiðja Tesla í Bandaríkjunum rís nú hratt og þegar hún verður fullrisin verður hún eitt stærsta hús heims og álíka stórt og 174 NFL fótboltavellir. Þessi verksmiðja mun kosta ríflega 5 milljarða dollara og þar munu vinna 10.000 manns eftir um 3-4 ár, en nú þegar eru starfsmenn orðnir margir og framleiðsla komin í gang. Í verksmiðjunni á að vera hægt að framleiða rafhlöður sem skila álíka afli og öll rafhlöðuframleiðsla heimsins árið 2014. Þak verksmiðjunnar verður alsett sólarpanelum og þar verður því virkjuð gríðarmikil sólarorka. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent
Á blaðamannafundi í Þýskalandi í gær tilkynnti Elkon Musk forstjóri Tesla að fyrirtækið áformaði að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Evrópu líkt og verið er að byggja í Bandaríkjunum. Í þessari verksmiðju yrðu bílar Tesla einnig smíðaðir. Þessu lýsti Musk yfir um leið og hann greindi frá kaupum Tesla á þýska fyrirtækinu Grohmann Engineering sem framleiðir búnað til bílasmíði, eins og greint var frá hér í gær. Elon Musk greindi ekki frá hvar líklegast væri að þessi risarahlöðuverksmiðja myndi rísa í Evrópu, en þær gætu reyndar orðið fleiri en ein. Risaverksmiðja Tesla í Bandaríkjunum rís nú hratt og þegar hún verður fullrisin verður hún eitt stærsta hús heims og álíka stórt og 174 NFL fótboltavellir. Þessi verksmiðja mun kosta ríflega 5 milljarða dollara og þar munu vinna 10.000 manns eftir um 3-4 ár, en nú þegar eru starfsmenn orðnir margir og framleiðsla komin í gang. Í verksmiðjunni á að vera hægt að framleiða rafhlöður sem skila álíka afli og öll rafhlöðuframleiðsla heimsins árið 2014. Þak verksmiðjunnar verður alsett sólarpanelum og þar verður því virkjuð gríðarmikil sólarorka.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent