Krafla komið á markað eftir eins og hálfs árs framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 13:26 Reynir Hjálmarsson og Jóhannes Benediktsson. Skraflspilið Krafla er nú komið út eftir að hafa verið í framleiðsluferli í eitt og hálft ár. Spilið verður notað í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í skrafli sem fer fram eftir hálfan mánuð. Jóhannes Benediktsson og Reynir Hjálmarsson standa að útgáfu borðspilsins Kröflu, en það byggir á stigakerfinu sem notað er í Netskraflinu og nefnist nýi pokinn. „Þetta er séríslensk hönnun og íslenskt hugvit sem býr að baki þessari útgáfu. Það er mjög mikilvægt að fólk rugli okkur ekki saman við leikinn sem kallaður er The Original Scrabble, það er bara eitthvað allt annað og við viljum alls ekki kenna okkur við það,“ segir í tilkynniningu frá þeim félögum. Útreikningarnir í Kröflu taka tillit til nýju stafagildanna og endurspeglar nýi pokinn íslenska orðabók. „Til dæmis var meinleg reiknivilla í bókstafnum E – en ef miðað við íslenskt tungumál eiga bara að vera þrjú E og leikmenn eiga að fá mikið af stigum fyrir að koma honum í leik, ekki bara eitt.“ segir Jóhannes. Hægt verður að kaupa Kröflu í Borgartúni 23 í dag og á morgun, en það fer síðan í búðir í næstu viku. Leikjavísir Borðspil Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Skraflspilið Krafla er nú komið út eftir að hafa verið í framleiðsluferli í eitt og hálft ár. Spilið verður notað í fyrsta skipti á Íslandsmótinu í skrafli sem fer fram eftir hálfan mánuð. Jóhannes Benediktsson og Reynir Hjálmarsson standa að útgáfu borðspilsins Kröflu, en það byggir á stigakerfinu sem notað er í Netskraflinu og nefnist nýi pokinn. „Þetta er séríslensk hönnun og íslenskt hugvit sem býr að baki þessari útgáfu. Það er mjög mikilvægt að fólk rugli okkur ekki saman við leikinn sem kallaður er The Original Scrabble, það er bara eitthvað allt annað og við viljum alls ekki kenna okkur við það,“ segir í tilkynniningu frá þeim félögum. Útreikningarnir í Kröflu taka tillit til nýju stafagildanna og endurspeglar nýi pokinn íslenska orðabók. „Til dæmis var meinleg reiknivilla í bókstafnum E – en ef miðað við íslenskt tungumál eiga bara að vera þrjú E og leikmenn eiga að fá mikið af stigum fyrir að koma honum í leik, ekki bara eitt.“ segir Jóhannes. Hægt verður að kaupa Kröflu í Borgartúni 23 í dag og á morgun, en það fer síðan í búðir í næstu viku.
Leikjavísir Borðspil Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira