Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Ritstjórn skrifar 24. október 2016 09:00 Met Gala er ein stærsta tískusamkoma ársins. Mynd/Getty Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað. Mest lesið Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Instagram hjálpar notendum með geðræn vandamál Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Kanye West sló út Lagerfeld Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour Britney Spears í herferð hjá Kenzo Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Stjörnurnar skína skært í Cannes Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour
Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað.
Mest lesið Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Instagram hjálpar notendum með geðræn vandamál Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Kanye West sló út Lagerfeld Glamour Sjáðu Kristen Stewart sem Coco Chanel Glamour Britney Spears í herferð hjá Kenzo Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Stjörnurnar skína skært í Cannes Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour