Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Ritstjórn skrifar 24. október 2016 09:00 Met Gala er ein stærsta tískusamkoma ársins. Mynd/Getty Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað. Mest lesið Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Það er kominn tími til fyrir hvítu gallabuxurnar Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour Klassík sem endist Glamour Vaccarello til Saint Laurent Glamour Jenner er drottning götutískunnar Glamour Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Prinsessu-pífuveisla hjá Giambattista Valli Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour
Á hverju ári fer Met Gala fram í New York en það er gert til að fagna árlegum sýningum sem eru settar upp í Met safninu. Þema sýningarinnar er svo í hávegum haft á rauða dreglinum við opnun hverrar sýningar. Gala kvöldið er haldið af CFDA sem er tískuakademía Bandaríkjana. Þetta árið var tæknin í fyrirrúmi eða "Manus x machina" og voru flestir gestir sem að tóku þátt í þemanu á einn eða annan hátt. Í seinustu viku var tilkynnt um þemað fyrir Met Gala á næsta ári en opnun sýningarinnar fer fram fyrsta mánudaginn í maí á hverju ári. Í þetta skiptið verður fatahönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð en hún stofnaði merkið Commes Des Garcons. Þetta er afar merkilegt val þar sem hún verður aðeins annar hönnuðurinn sem er heiðraður á meðan hann er á lífi. Sá fyrri var Yves Saint Laurent árið 1983. Það verður forvitnilegt að sjá hverju stjörnurnar munu klæðast á rauða dreglinum á næsta hvað varðar þemað.
Mest lesið Brjóta blað með nýrri hárauglýsingu Glamour Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Það er kominn tími til fyrir hvítu gallabuxurnar Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour Klassík sem endist Glamour Vaccarello til Saint Laurent Glamour Jenner er drottning götutískunnar Glamour Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Prinsessu-pífuveisla hjá Giambattista Valli Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour