Það er gefandi að starfa í þessum aldna helgidómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 14:15 Laufey segir starf kirkjuhaldara í Dómkirkjunni það skemmtilegasta sem hún hafi unnið. Fréttablaðið/GVA Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016. Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016.
Lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira