Mark Webber hættur þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 15:10 Mark Webber hefur ekið fyrir Porsche að undanförnu í þolakstursmótaröðinni. Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent