Spurningar (engin svör) María Bjarnadóttir skrifar 14. október 2016 07:00 Þetta var öðruvísi en flest málþing því fjórir af fimm fyrirlesurum voru konur og umræðuefnið ekki kynferðisbrot, konur eða börn. Ég var samt ekki viðbúin því að lágvaxin buxnadragtarklædd kona á sjötugsaldri myndi halda þannig fyrirlestur í útgáfuhófi vegna hagfræðibókar að ég fengi gæsahúð og „vúh“aði með lófaklappinu eftir að hún lauk máli sínu. Carlota Perez hefur rannsakað samspil tækni, hagkerfa og fjármagns í fjörutíu ár. Erindi hennar var byggt á kafla hennar í bókinni Rethinking Capitalism og fjallaði um það hvernig græna byltingin sé næsta bylting. Ég bjóst við ræðu um hagsýnu, lífrænu húsmóðurina sem verslar ekki við alþjóðlegar keðjur sem selja ódýr föt af hugsjónaástæðum. Nei. Ekkert um hana. Heldur að eftir hverja tæknibyltingu komi óvissuskeið. Allir sem hefðu opnað sögubók eða hefðu aðgang að internetinu ættu að vita það. Viðbrögð valdhafa ráði því svo hvort því fylgdi velsældarskeið. Ábyrgð stjórnmálamanna sé því sérstaklega mikil á óvissuskeiðum eins og heimurinn sé á núna. Vandinn væri að viðbrögð við internetbyltingunni einkennist ekki af djörfum lausnum eins og áður hefði verið heldur bið eftir því hvað einkageirinn segi. Perez spurði: Hefur fjöldaframleiðslan líka náð til hugsana? Af hverju er verið að ræða um prósentustig á tekjuskatt, en ekki afnám tekjuskatts á einstaklinga og að skattleggja heldur hráefni? Hvenær misstuð þið hugmyndaflugið? Þegar þið fóruð að bjóða upp á og kjósa leiðtoga sem tala eins og nasistar árið 1930? Ég átti engin svör. En kem þessu hér með á framfæri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun
Þetta var öðruvísi en flest málþing því fjórir af fimm fyrirlesurum voru konur og umræðuefnið ekki kynferðisbrot, konur eða börn. Ég var samt ekki viðbúin því að lágvaxin buxnadragtarklædd kona á sjötugsaldri myndi halda þannig fyrirlestur í útgáfuhófi vegna hagfræðibókar að ég fengi gæsahúð og „vúh“aði með lófaklappinu eftir að hún lauk máli sínu. Carlota Perez hefur rannsakað samspil tækni, hagkerfa og fjármagns í fjörutíu ár. Erindi hennar var byggt á kafla hennar í bókinni Rethinking Capitalism og fjallaði um það hvernig græna byltingin sé næsta bylting. Ég bjóst við ræðu um hagsýnu, lífrænu húsmóðurina sem verslar ekki við alþjóðlegar keðjur sem selja ódýr föt af hugsjónaástæðum. Nei. Ekkert um hana. Heldur að eftir hverja tæknibyltingu komi óvissuskeið. Allir sem hefðu opnað sögubók eða hefðu aðgang að internetinu ættu að vita það. Viðbrögð valdhafa ráði því svo hvort því fylgdi velsældarskeið. Ábyrgð stjórnmálamanna sé því sérstaklega mikil á óvissuskeiðum eins og heimurinn sé á núna. Vandinn væri að viðbrögð við internetbyltingunni einkennist ekki af djörfum lausnum eins og áður hefði verið heldur bið eftir því hvað einkageirinn segi. Perez spurði: Hefur fjöldaframleiðslan líka náð til hugsana? Af hverju er verið að ræða um prósentustig á tekjuskatt, en ekki afnám tekjuskatts á einstaklinga og að skattleggja heldur hráefni? Hvenær misstuð þið hugmyndaflugið? Þegar þið fóruð að bjóða upp á og kjósa leiðtoga sem tala eins og nasistar árið 1930? Ég átti engin svör. En kem þessu hér með á framfæri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun