Eftirspurn eftir stjórnmálaflokkum Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. október 2016 00:00 Eftir fjórar vikur göngum við til þingkosninga. Það er alltaf hátíðleg stund en því miður þá er eitt að þvælast fyrir mér nú í aðdraganda kosninga, nefnilega flokkafjöldinn. Hvernig stendur á þessu offramboði á stjórnmálaflokkum? Hvernig má það vera að 330 þúsund manna þjóð þarf að velja á milli að minnsta kosti 13 flokka með tæplega 1.700 frambjóðendur sem allir telja sig hafa það sem þarf til að stjórna landinu? Hvernig má það vera að allt það fólk sem nú hefur ákveðið að það vilji ráða sig í vinnu hjá okkur geti alls ekki fundið sig í neinum hinna tólf flokkanna? Nú hef ég stundum talað um að Íslendingar séu svolítið eins og unglingurinn, sem horfir á heiminn dulítið út frá eigin þörfum. Vil ég biðja alla unglinga afsökunar á þessum alhæfingum en held samt áfram. Getur verið að þessi „íslenski unglingur“ eigi erfitt með málamiðlun sé ekki fallist á allar hans kröfur og hugmyndir? Getur verið að þess vegna sé rokið til og nýr flokkur stofnaður um leið og fólk er ekki sammála um alla hluti? Lýðræðið er afar mikilvægt en þegar við kjósum á milli níu forsetaframbjóðenda og 13 stjórnmálaflokka til þings á sama árinu þá fer ég að efast um gæði lýðræðisins. Við beitingu lýðræðis þarf nefnilega stundum að gera málamiðlun. Hér ríkir meirihlutaræði á þingi en stundum væri ef til vill betra að við þyrftum oftar að huga að afstöðu og rökum minnihlutans og finna málamiðlun. Hugsum um það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun
Eftir fjórar vikur göngum við til þingkosninga. Það er alltaf hátíðleg stund en því miður þá er eitt að þvælast fyrir mér nú í aðdraganda kosninga, nefnilega flokkafjöldinn. Hvernig stendur á þessu offramboði á stjórnmálaflokkum? Hvernig má það vera að 330 þúsund manna þjóð þarf að velja á milli að minnsta kosti 13 flokka með tæplega 1.700 frambjóðendur sem allir telja sig hafa það sem þarf til að stjórna landinu? Hvernig má það vera að allt það fólk sem nú hefur ákveðið að það vilji ráða sig í vinnu hjá okkur geti alls ekki fundið sig í neinum hinna tólf flokkanna? Nú hef ég stundum talað um að Íslendingar séu svolítið eins og unglingurinn, sem horfir á heiminn dulítið út frá eigin þörfum. Vil ég biðja alla unglinga afsökunar á þessum alhæfingum en held samt áfram. Getur verið að þessi „íslenski unglingur“ eigi erfitt með málamiðlun sé ekki fallist á allar hans kröfur og hugmyndir? Getur verið að þess vegna sé rokið til og nýr flokkur stofnaður um leið og fólk er ekki sammála um alla hluti? Lýðræðið er afar mikilvægt en þegar við kjósum á milli níu forsetaframbjóðenda og 13 stjórnmálaflokka til þings á sama árinu þá fer ég að efast um gæði lýðræðisins. Við beitingu lýðræðis þarf nefnilega stundum að gera málamiðlun. Hér ríkir meirihlutaræði á þingi en stundum væri ef til vill betra að við þyrftum oftar að huga að afstöðu og rökum minnihlutans og finna málamiðlun. Hugsum um það.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun