Borgward krækir í yfirmenn Benz og Kia Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 09:23 Borgward BX7 jeppinn. Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward, sem ætlar sér stóra hluti á lúxusbílamarkaðnum heldur áfram að lokka til sín yfirmenn annarra þekktra bílaframleiðenda, nú síðast frá Mercedes Benz og Kia. Bílahönnuðurinn og Belginn David Napoleon Genot er nú tekinn við hönnunardeild Borgward í Evrópu en hann starfaði hjá Kia, en áður hjá SEAT, Audi og Renault. Þjóðverjarnir og verkfræðingarnir Tilo Scweers og Florian Herbold hafa einnig stokkið á vagninn til Borgward frá Mercedes Benz og munu þeir vinna að drifrásum nýrra bíla Borgward. Þessar nýju ráðningar hjá Borgward benda til þess að fyrirtækið ætli inná evrópskan bílamarkað. Síðastliðinn apríl kynnti Borgward BX7 jeppa sinn í Kína og er hann með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Hann hefur nú þegar selst í 4.000 eintökum í Kína að sögn Borgward og að 10.000 pantanir í bílinn bíði afgreiðslu. Borgward hefur hinsvegar sagt að ef fyrirtækið hefur markaðssetningu í Evrópu verði það eingöngu með bílum með tengiltvinnaflrás eða með hreinræktaða rafmagnsbíla. Borgward ætlar að kynna minni BX5 jeppling seinna á þessu ári. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward, sem ætlar sér stóra hluti á lúxusbílamarkaðnum heldur áfram að lokka til sín yfirmenn annarra þekktra bílaframleiðenda, nú síðast frá Mercedes Benz og Kia. Bílahönnuðurinn og Belginn David Napoleon Genot er nú tekinn við hönnunardeild Borgward í Evrópu en hann starfaði hjá Kia, en áður hjá SEAT, Audi og Renault. Þjóðverjarnir og verkfræðingarnir Tilo Scweers og Florian Herbold hafa einnig stokkið á vagninn til Borgward frá Mercedes Benz og munu þeir vinna að drifrásum nýrra bíla Borgward. Þessar nýju ráðningar hjá Borgward benda til þess að fyrirtækið ætli inná evrópskan bílamarkað. Síðastliðinn apríl kynnti Borgward BX7 jeppa sinn í Kína og er hann með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Hann hefur nú þegar selst í 4.000 eintökum í Kína að sögn Borgward og að 10.000 pantanir í bílinn bíði afgreiðslu. Borgward hefur hinsvegar sagt að ef fyrirtækið hefur markaðssetningu í Evrópu verði það eingöngu með bílum með tengiltvinnaflrás eða með hreinræktaða rafmagnsbíla. Borgward ætlar að kynna minni BX5 jeppling seinna á þessu ári.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent