Nýr Ford Bronco verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 15:48 Gæti nýr Bronco litið einhvernveginn svona út? Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent