Þrjár bækur um Melrakkasléttu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2016 16:45 Níels Árni Lund með bækurnar þrjár. Vísir/Ernir Eyjólfsson. Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. Þetta eru þrjár bækur í setti, rúmlega þrjúhundruð síður hver bók, með um eittþúsund ljósmyndum. „Markmiðið var að taka saman og skrá og varðveita sögur og fróðleik af Melrakkasléttu,“ segir Níels Árni og kveðst sannfærður um að bókin mun „lifa“ lengi. „Þá vildi ég að sem flestir Sléttungar, og aðrir sem tengjast héraðinu, svo og áhugafólk um sögu lands og þjóðar, ferðaþjónustuaðilar og fleiri, gætu eignast verkið og gluggað í það aftur og aftur,“ segir höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í Nýhöfn á Leirhafnartorfunni á Sléttu. Í ritinu er kort af Melrakkasléttu með um 1.000 örnefnum, sem ekki hafa áður verið staðsett á landakorti. Ítarleg nafnaskrá með 650 til 1.200 nöfnum er í lok hverrar bókar. Í fyrsta bindi; Sléttunga – umhverfi og mannlíf, rita ýmsir sérfræðingar um jarðfræði, náttúru, gróður, fugla, vötn og ár. Kaflar eru um heilsugæslu, félagslíf og skólamál; um skipsströnd við Sléttu og hernámsárin þar nyrðra. Þá er ítarleg leiðarlýsing um Melrakkasléttu og meðal annars sótt efni í þjóðsögur og gamlar sagnir. Í öðru bindi; Sléttunga – fólk og býli, er 200 ára saga allra jarða Sléttunnar, jafnt stórbýla sem heiðarkota, og sagan sögð frá aldamótunum 1800 til dagsins í dag. Í þriðja bindi; Sléttunga – Raufarhöfn, er rakin saga Raufarhafnar aftur úr öldum til ársins 2006 er Raufarhafnarhreppur varð hluti af Norðurþingi. Sagt er frá bújörðinni, verslunarstaðnum, sjávarþorpinu Raufarhöfn; fiskveiðum, síldarárunum og þeim miklu umsvifum sem síldinni fylgdu. Sagt er frá mannlífinu, félögum og þjónustustarfsemi og öðru því sem skapaði Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. Níels Árni gefur sjálfur út bækurnar og býðst kaupendum að hafa samband við hann á netfangið lund@simnet.is. Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. Þetta eru þrjár bækur í setti, rúmlega þrjúhundruð síður hver bók, með um eittþúsund ljósmyndum. „Markmiðið var að taka saman og skrá og varðveita sögur og fróðleik af Melrakkasléttu,“ segir Níels Árni og kveðst sannfærður um að bókin mun „lifa“ lengi. „Þá vildi ég að sem flestir Sléttungar, og aðrir sem tengjast héraðinu, svo og áhugafólk um sögu lands og þjóðar, ferðaþjónustuaðilar og fleiri, gætu eignast verkið og gluggað í það aftur og aftur,“ segir höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í Nýhöfn á Leirhafnartorfunni á Sléttu. Í ritinu er kort af Melrakkasléttu með um 1.000 örnefnum, sem ekki hafa áður verið staðsett á landakorti. Ítarleg nafnaskrá með 650 til 1.200 nöfnum er í lok hverrar bókar. Í fyrsta bindi; Sléttunga – umhverfi og mannlíf, rita ýmsir sérfræðingar um jarðfræði, náttúru, gróður, fugla, vötn og ár. Kaflar eru um heilsugæslu, félagslíf og skólamál; um skipsströnd við Sléttu og hernámsárin þar nyrðra. Þá er ítarleg leiðarlýsing um Melrakkasléttu og meðal annars sótt efni í þjóðsögur og gamlar sagnir. Í öðru bindi; Sléttunga – fólk og býli, er 200 ára saga allra jarða Sléttunnar, jafnt stórbýla sem heiðarkota, og sagan sögð frá aldamótunum 1800 til dagsins í dag. Í þriðja bindi; Sléttunga – Raufarhöfn, er rakin saga Raufarhafnar aftur úr öldum til ársins 2006 er Raufarhafnarhreppur varð hluti af Norðurþingi. Sagt er frá bújörðinni, verslunarstaðnum, sjávarþorpinu Raufarhöfn; fiskveiðum, síldarárunum og þeim miklu umsvifum sem síldinni fylgdu. Sagt er frá mannlífinu, félögum og þjónustustarfsemi og öðru því sem skapaði Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. Níels Árni gefur sjálfur út bækurnar og býðst kaupendum að hafa samband við hann á netfangið lund@simnet.is.
Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34