Varnarmúrinn skal halda í lokaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 06:00 Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Anna Kristjánsdóttir og Hallbera Gísladóttir mynda fimm manna teymið sem engu liði í 1. riðli undankeppni EM 2017 hefur enn þá tekist að skora hjá. vísir/Eyþór Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru komnar á EM. Það er klárt. Fyrra markmiði þeirra af þeim tveimur stóru er náð en hitt stendur eftir og það er að vinna 1. riðil undankeppninnar. Það tekst með því að ná stigi gegn Skotlandi á Laugardalsvellinum í kvöld en liðin mætast klukkan 17.00 í lokaumferð undankeppni EM. Leynt og ljóst eru stelpurnar samt búnar að setja sér annað markmið og það er að halda markinu hreinu út alla undankeppnina. Það hefur enginn svona vegferð með það að markmiði, en þegar aðeins tveir leikir voru eftir gegn Slóvenum og Skotum, sem Ísland vann samtals 10-0 á útivelli, var ekki annað hægt fyrir stelpurnar en að stefna á að halda núllinu átta sinnum.Skotahrokinn Númer eitt er þó að vinna leikinn og riðilinn og stelpurnar sögðust allar klárar í það þrátt fyrir að vera komnar á EM eftir 4-0 sigur á Slóvenum síðastliðinn föstudag. „Það er engin sem er að missa sig í gleðinni yfir því að vera komin á EM þó það sé þægilegt að geta sagt að við séum komnar en ekki vera alltaf að pæla í þessu,“ segir Hallbera G. Gísladóttir, bakvörðurinn magnaði í íslenska liðinu, sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö önnur á föstudagskvöldið. Ísland vann Skotland, 4-0, í fyrri leiknum en fyrir hann voru Skotarnir með leiðindi og töluðu niður íslenska liðið. Hrokinn var mikill en hann kveikti neista í stelpunum okkar sem þær nýttu til að baka Skotana á þeirra heimavelli. Nú eru svipaðir stælar í gangi því besti leikmaður liðsins nennir ekki einu sinni að mæta í leikinn heldur er hún farin til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila deildarleik með félagsliði sínu á sunnudaginn. Skotar bera við smávægilegum meiðslum en stelpurnar og Freyr vita betur. „Það er skrítin ákvörðun hjá þeim en bara eitthvað sem þau verða að eiga við sig. Það koma samt sterkir leikmenn inn þannig að við ætlum bara að einbeita okkur að leiknum, sama hver spilar,“ segir Hallbera sem vill sýna Skotunum í dag að íslenska liðið er svo sannarlega betra en það skoska. „Skotar tala um að þetta hafi verið slæmur dagur hjá þeim og heppni hjá okkur að vinna þær 4-0 úti í Skotlandi. Okkur langar að sýna þeim að þetta var engin tilviljun.“Núllið kitlar Hallbera er hluti af frábærri varnarlínu íslenska liðsins en ásamt henni hafa Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Kristjánsdóttir spilað flesta leikina. Fyrir aftan þær stendur svo Guðbjörg Gunnarsdóttir. Hallbera segist njóta þess að vera hluti af svona sterkri línu með jafn öflugan markvörð og raun ber vitni fyrir aftan sig en það er bara sterk liðsheild sem getur skilað svona árangri að hennar mati. „Mér finnst liðið bara vera svo samstillt, en á móti kemur að við erum stórhættulegar fram á við og því eru hin liðin að einbeita sér að okkur. Liðin eru heldur ekki að skapa mörg færi á móti okkur þannig að ég myndi segja að þetta væri bara mjög sterk liðsheild sem er að skapa þetta, ekki bara varnarlínan þó það sé gaman að vera hluti af henni. Það er liðsheildin sem á þennan flotta árangur,“ segir Hallbera sem viðurkennir fúslega að hana langar til að halda núllinu og klára undankeppnina án þess að fá á sig mark. „Það er auðvitað frábær árangur að vera búnar að spila sjö landsleiki og ekki enn þá búnar að fá á okkur mark. Auðvitað kitlar það rosalega að halda þessu því það er bara einn leikur eftir. Á móti þá getur allt gerst í þessu. Okkar markmið er að vinna leikinn en það væri mjög sætur bónus ef það myndi gerast með hreinu laki,“ segir Hallbera G. Gísladóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru komnar á EM. Það er klárt. Fyrra markmiði þeirra af þeim tveimur stóru er náð en hitt stendur eftir og það er að vinna 1. riðil undankeppninnar. Það tekst með því að ná stigi gegn Skotlandi á Laugardalsvellinum í kvöld en liðin mætast klukkan 17.00 í lokaumferð undankeppni EM. Leynt og ljóst eru stelpurnar samt búnar að setja sér annað markmið og það er að halda markinu hreinu út alla undankeppnina. Það hefur enginn svona vegferð með það að markmiði, en þegar aðeins tveir leikir voru eftir gegn Slóvenum og Skotum, sem Ísland vann samtals 10-0 á útivelli, var ekki annað hægt fyrir stelpurnar en að stefna á að halda núllinu átta sinnum.Skotahrokinn Númer eitt er þó að vinna leikinn og riðilinn og stelpurnar sögðust allar klárar í það þrátt fyrir að vera komnar á EM eftir 4-0 sigur á Slóvenum síðastliðinn föstudag. „Það er engin sem er að missa sig í gleðinni yfir því að vera komin á EM þó það sé þægilegt að geta sagt að við séum komnar en ekki vera alltaf að pæla í þessu,“ segir Hallbera G. Gísladóttir, bakvörðurinn magnaði í íslenska liðinu, sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö önnur á föstudagskvöldið. Ísland vann Skotland, 4-0, í fyrri leiknum en fyrir hann voru Skotarnir með leiðindi og töluðu niður íslenska liðið. Hrokinn var mikill en hann kveikti neista í stelpunum okkar sem þær nýttu til að baka Skotana á þeirra heimavelli. Nú eru svipaðir stælar í gangi því besti leikmaður liðsins nennir ekki einu sinni að mæta í leikinn heldur er hún farin til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila deildarleik með félagsliði sínu á sunnudaginn. Skotar bera við smávægilegum meiðslum en stelpurnar og Freyr vita betur. „Það er skrítin ákvörðun hjá þeim en bara eitthvað sem þau verða að eiga við sig. Það koma samt sterkir leikmenn inn þannig að við ætlum bara að einbeita okkur að leiknum, sama hver spilar,“ segir Hallbera sem vill sýna Skotunum í dag að íslenska liðið er svo sannarlega betra en það skoska. „Skotar tala um að þetta hafi verið slæmur dagur hjá þeim og heppni hjá okkur að vinna þær 4-0 úti í Skotlandi. Okkur langar að sýna þeim að þetta var engin tilviljun.“Núllið kitlar Hallbera er hluti af frábærri varnarlínu íslenska liðsins en ásamt henni hafa Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Kristjánsdóttir spilað flesta leikina. Fyrir aftan þær stendur svo Guðbjörg Gunnarsdóttir. Hallbera segist njóta þess að vera hluti af svona sterkri línu með jafn öflugan markvörð og raun ber vitni fyrir aftan sig en það er bara sterk liðsheild sem getur skilað svona árangri að hennar mati. „Mér finnst liðið bara vera svo samstillt, en á móti kemur að við erum stórhættulegar fram á við og því eru hin liðin að einbeita sér að okkur. Liðin eru heldur ekki að skapa mörg færi á móti okkur þannig að ég myndi segja að þetta væri bara mjög sterk liðsheild sem er að skapa þetta, ekki bara varnarlínan þó það sé gaman að vera hluti af henni. Það er liðsheildin sem á þennan flotta árangur,“ segir Hallbera sem viðurkennir fúslega að hana langar til að halda núllinu og klára undankeppnina án þess að fá á sig mark. „Það er auðvitað frábær árangur að vera búnar að spila sjö landsleiki og ekki enn þá búnar að fá á okkur mark. Auðvitað kitlar það rosalega að halda þessu því það er bara einn leikur eftir. Á móti þá getur allt gerst í þessu. Okkar markmið er að vinna leikinn en það væri mjög sætur bónus ef það myndi gerast með hreinu laki,“ segir Hallbera G. Gísladóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira