Ox er settur saman úr 60 hlutum á 12 tímum Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 11:23 IKEA er þekkt fyrir flatar pakkningar sínar, ódýrar vörur og einfalda samsetningu húsgagna sinna. Það eru fleiri sem hafa tekið IKEA til fyrirmyndar í framleiðslu sinni og þá á við framleiðanda þessa OX bíls. Það tekur 3 reynda menn aðeins 12 klukkustundir að setja saman OX en hann kemur í 60 hlutum sem pakkað er í flötum umbúðum og íhlutir í 6 OX bíla komast í 40 feta gám. OX er breskur bíll sem Sir Torquil Norman hefur alið með sér draum lengi en er nú orðinn að veruleika. Með smíði OX vildi Sir Torquil Norman bjóða heiminum ódýran en áreiðanlegan bíl sem ódýrt er að flytja á milli landa. Hann fékk hinn þekkta bílahönnuð Gordon Murrey til að teikna bílinn og hér sést afraksturinn. OX er afar hæfur til aksturs í erfiðum aðstæðum, þrátt fyrir að vera aðeins með drif á einum öxli. OX getur borið meira en 2 tonn, flutningsrými bílsins er 7 rúmmetrar og í bílnum geta setið 13 manns. Í hann komast 3 Euro-pallettur. Ökumaður setur fyrir miðju bílsins, en hugsunin bak við það er að bíllinn sé jafn notadrjúgur í hægri- og vinstri umferð. Hátt er undir lægsta punkt bílsins og hann er með svo háreist nef og afturhluta að hann er einkar fær við erfiðar aðstæður. Gordon Murrey hefur sagt að hönnun þessa bíls sé eitt af mest spennandi verkefnum sem hann hafi tekið sér fyrir hendur á sínum 45 ára hönnunarferli, en hann er þekktur fyrir aðkomu sína að Formúlu 1 keppnisbílum. Sir Torquil Norman á eftir að fjármagna fjöldaframleiðslu á bílnum, sem og að ljúka prófunum á bílnum fyrir endanlega útfærslu hans, en hann horfir ekki síst til Afríku við sölu á bílnum, en þar bíður efnahagur ekki uppá rándýra bíla, heldur einmitt bíla eins og OX.OX er fær um að fara um vegleysur.OX í glaðlegum litum. Bílar video Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent
IKEA er þekkt fyrir flatar pakkningar sínar, ódýrar vörur og einfalda samsetningu húsgagna sinna. Það eru fleiri sem hafa tekið IKEA til fyrirmyndar í framleiðslu sinni og þá á við framleiðanda þessa OX bíls. Það tekur 3 reynda menn aðeins 12 klukkustundir að setja saman OX en hann kemur í 60 hlutum sem pakkað er í flötum umbúðum og íhlutir í 6 OX bíla komast í 40 feta gám. OX er breskur bíll sem Sir Torquil Norman hefur alið með sér draum lengi en er nú orðinn að veruleika. Með smíði OX vildi Sir Torquil Norman bjóða heiminum ódýran en áreiðanlegan bíl sem ódýrt er að flytja á milli landa. Hann fékk hinn þekkta bílahönnuð Gordon Murrey til að teikna bílinn og hér sést afraksturinn. OX er afar hæfur til aksturs í erfiðum aðstæðum, þrátt fyrir að vera aðeins með drif á einum öxli. OX getur borið meira en 2 tonn, flutningsrými bílsins er 7 rúmmetrar og í bílnum geta setið 13 manns. Í hann komast 3 Euro-pallettur. Ökumaður setur fyrir miðju bílsins, en hugsunin bak við það er að bíllinn sé jafn notadrjúgur í hægri- og vinstri umferð. Hátt er undir lægsta punkt bílsins og hann er með svo háreist nef og afturhluta að hann er einkar fær við erfiðar aðstæður. Gordon Murrey hefur sagt að hönnun þessa bíls sé eitt af mest spennandi verkefnum sem hann hafi tekið sér fyrir hendur á sínum 45 ára hönnunarferli, en hann er þekktur fyrir aðkomu sína að Formúlu 1 keppnisbílum. Sir Torquil Norman á eftir að fjármagna fjöldaframleiðslu á bílnum, sem og að ljúka prófunum á bílnum fyrir endanlega útfærslu hans, en hann horfir ekki síst til Afríku við sölu á bílnum, en þar bíður efnahagur ekki uppá rándýra bíla, heldur einmitt bíla eins og OX.OX er fær um að fara um vegleysur.OX í glaðlegum litum.
Bílar video Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent