Verður Prius aðeins í boði sem tengiltvinnbíll? Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2016 16:33 Toyota Prius af árgerð 2017. Núverandi Toyota Prius er af fjórðu kynslóð og Toyota vinnur að þróun þeirrar fimmtu og líklegast verður hún eingöngu í boði sem tengiltvinnbíll, ef marka má einn helstu verkfræðinga Toyota, Shoichi Kaneko. Hann segir að framtíðin liggi í tengiltvinnbílum en ekki venjulegum tvinnbílum. Mjög erfitt geti reynst að þróa tvinnbíl sem keppt getur við tengitvinnbíl er kemur að eyðslutölum og mengun. Því séu allar líkur til þess að fimmta kynslóð Prius verði aðeins í boði sem tengitvinnbíll og þá með stærri rafhlöðum en finna má í hefðbundnum Prius nú. Hann segir að Toyota vilji ryðja brautina er kemur að því að losa mannkynið við bruna jarðefnaeldsneytis af völdum bíla. Þessi skoðun hans á framtíð tengiltvinnbíla rýmar við þá áherslu annarra bílaframleiðenda sem leggja nú höfuðáherslu á framleiðslu tengiltvinnbíla og keppast nú við að bjóða sem flestar gerðir sinna vinsælustu bíla með þeirri tækni. Þessi skoðun hans nú rýmar einnig við það sem haft var eftir öðrum háttsettum starfsmanni Toyota, Satoshi Ogiso árið 2013. Þá sagði hann að erfitt muni reynast fyrir Toyota að bæta eigið met í lágri eyðslu tvinnbíla og líklega yrði ógerningur að tefla fram slíkum bíl gegn öðrum tengiltvinnbílum. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent
Núverandi Toyota Prius er af fjórðu kynslóð og Toyota vinnur að þróun þeirrar fimmtu og líklegast verður hún eingöngu í boði sem tengiltvinnbíll, ef marka má einn helstu verkfræðinga Toyota, Shoichi Kaneko. Hann segir að framtíðin liggi í tengiltvinnbílum en ekki venjulegum tvinnbílum. Mjög erfitt geti reynst að þróa tvinnbíl sem keppt getur við tengitvinnbíl er kemur að eyðslutölum og mengun. Því séu allar líkur til þess að fimmta kynslóð Prius verði aðeins í boði sem tengitvinnbíll og þá með stærri rafhlöðum en finna má í hefðbundnum Prius nú. Hann segir að Toyota vilji ryðja brautina er kemur að því að losa mannkynið við bruna jarðefnaeldsneytis af völdum bíla. Þessi skoðun hans á framtíð tengiltvinnbíla rýmar við þá áherslu annarra bílaframleiðenda sem leggja nú höfuðáherslu á framleiðslu tengiltvinnbíla og keppast nú við að bjóða sem flestar gerðir sinna vinsælustu bíla með þeirri tækni. Þessi skoðun hans nú rýmar einnig við það sem haft var eftir öðrum háttsettum starfsmanni Toyota, Satoshi Ogiso árið 2013. Þá sagði hann að erfitt muni reynast fyrir Toyota að bæta eigið met í lágri eyðslu tvinnbíla og líklega yrði ógerningur að tefla fram slíkum bíl gegn öðrum tengiltvinnbílum.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent