Nál, vinir og heimagert húðflúr Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2016 10:00 Gréta Þorkelsdóttir hefur verið dugleg við að pota á sig tattúum. Vísir/GVA Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City
Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira